Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmannasamtökin bregðast við ummælum Boehly
Todd Boehly
Todd Boehly
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Leikmannasamtökin á Englandi (PFA) segja engan möguleika á því að bæta við stjörnuleik í annars þétta dagskrá en þetta kemur fram í Times.

Todd Boehly, eigandi Chelsea, lagði til að það yrði spilaður stjörnuleikur í deildinni líkt og er gert í bandarískum íþróttum en hann kom með þá hugmynd að liðin í Norður og Suður-hluta Englands myndu mætast á ári hverju.

Þessi hugmynd féll ekki í kramið hjá spekingum. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hló að hugmyndinni og spurði hvort Boehly vildi ekki fá bandaríska körfuboltaliðið Harlem Globetrotters í enska boltann.

Allir helstu spekingar Englands eru á móti þessari hugmynd og er ólíklegt að hún verði að veruleika. Leikjadagskráin er troðfull nú þegar og erfitt að bæta við leikjum. Leikmannasamtökin hafa svo gott sem slegið þessa hugmynd af borðinu.

„Fótboltinn getur ekki bara haldið áfram að þvinga meiru inn í dagskrá sem er nú þegar troðfull," sagði talsmaður PFA.

„Við vinnum mjög náið með kollegum okkar í bandalögum í stærstu íþróttum Bandaríkjanna og við skiljum gildið og vinsældirnar í kringum það sem gerist á viðburðum í kringum stjörnuleikinn."

„Það á ekki að vísa frá hugmyndunum bara af því þetta er hugmyndafræði sem við þekkjum ekki nógu vel, sérstaklega þegar það er möguleiki á að fá tekjur sem gæti gagnast fótboltanum."

„Þegar allt kemur til alls þá getum við ekki bara bætt við leikjum og viðburðum án þess að gera víðtæka skoðun á dagskránni,"
sagði talsmaðurinn ennfremur.

Sjá einnig:
„Hrokafullt af honm að tala um deild sem hann þekkir ekki
Boehly vill stjörnuleik í enska boltanum - „Vill hann líka fá Harlem Globetrotters?
Enski boltinn - Norðrið gegn suðrinu í stjörnuleik
Athugasemdir
banner
banner
banner