Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 17. október 2022 09:10
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 25. umferðar - Sigurður Arnar sterkastur
Sigurður Arnar Magnússon er leikmaður umferðarinnar.
Sigurður Arnar Magnússon er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson.
Oliver Heiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
25. umferð Bestu deildarinnar var leikin um helgina og Sigurður Arnar Magnússon, leikmaður ÍBV, hefur verið valinn sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

„Orkumikill á miðsvæðinu og skoraði tvö mörk. Leysti það svo vel þegar hann var færður niður í hafsent í síðari hálfleik," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson um frammistöðu Sigurðar í 3-1 útisigri ÍBV gegn Fram.

Eiður Aron Sigurbjörnsson er einnig í liðinu og Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar en sigurinn innsiglar áframhaldandi veru ÍBV í Bestu deildinni.



KR vann 1-0 útisigur gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks þar sem Kristján Flóki Finnbogason skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í sumar. Flóki fótbrotnaði í æfingaleik fyrir mótið.

Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, og Kristinn Jónsson, varnarmaður KR, eru einnig í úrvalsliðinu.

Valsmenn unnu öruggan 3-0 sigur gegn Stjörnunni þar sem Birkir Már Sævarsson skoraði annað mark leiksins og var valinn besti maður vallarins. Aron Jóhannsson skoraði einnig í leiknum.

Hallgrímur Mar Steingrímsson er fulltrúi KA eftir 2-2 jafntefli gegn Víkingum og Emil Berger, miðjumaður Leiknis, er í liðinu eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA. Allt stefnir í að þessi tvö lið; Leiknir og ÍA, falli í Lengjudeildina.

FH vann 3-2 endurkomusigur á Keflavík þar sem Oliver Heiðarsson skoraði og skapaði hættu trekk í trekk. Björn Daníel Sverrisson var í stuði á miðsvæðinu.

Sjá einnig:
Lið 24. umferðar
Lið 23. umferðar
Lið 22. umferðar
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
24. umferð - Matthías Vilhjálmsson (FH)
23. umferð - Danijel Dejan Djuric (Víkingur)
22. umferð - Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
21. umferð - Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner