Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 19. apríl 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Blaðamaður hrósar Ten Hag - „Svarar öllum spurningum“
Erik ten Hag forðast ekki spurningar.
Erik ten Hag forðast ekki spurningar.
Mynd: Getty Images
Simon Stone íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins hrósar Erik ten Hag stjóra Manchester United fyrir það að svara öllum spurningum blaðamanna.

„Erik ten Hag má eiga það að hann forðast ekki spurningar á fréttamannafundum," segir Stone.

„Á fréttamannafundinum í dag hefði verið auðvelt fyrir hann að beygja frá spurningum um Alejandro Garnacho og Jadon Sancho. En hann svaraði spurningum um bæði mál, sagði frá afsökunarbeiðni Garnacho og tjáði sig um Sancho."

„Hvort þetta hjálpi Ten Hag að halda starfinu veit ég ekki, en sem blaðamaður þá fagnar maður því að hann svari."
Athugasemdir
banner
banner
banner