Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 19. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Crouch um Liverpool: Hugmyndasnauðir og trúðu ekki
Peter Crouch var ekki hrifinn af frammistöðu Liverpool.
Peter Crouch var ekki hrifinn af frammistöðu Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Peter Crouch fyrrum leikmaður Liverpool var ekki ánægður með frammistöðu liðsins þegar það féll úr leik gegn Atalanta í Evrópudeildinni í gær.

Liverpool tapaði 3-0 í fyrri leiknum og áttu fullkomna byrjun í gær þegar Mohamed Salah skoraði af vítapunktinum eftir sjö mínútur.

En Liverpool átti í vandræðum með að skapa sér opin færi eftir það og 3-1 samanlagt tap var niðurstaðan.

„Mér fannst alls ekki nægilega mikill hraði í spilinu þeirra. Þeir voru hugmyndasnauðir og ekki með svör við varnarleik Atalanta," sagði Crouch við TNT Sports.

„Mér fannst trúin ekki nægilega mikil til að þeir hefðu getað snúið þessu við. Það vantaði sköpunarmátt, í heildina var frammistaðan vonbrigði."

„Ég vil líka hrósa Atalanta. Hvernig leiknum var stýrt í seinni hálfleik af Atalanta var virkilega gott. Þeir byrjuðu á að pressa hátt upp en lögðust til baka síðustu 20-25 mínúturnar."

Don Hutchison fyrrum leikmaður Liverpool segir að liðið sé ekki að höndla þá pressu sem er á því.

„Stressið er að fara með þá. Það er mikil pressa og liðið er að reyna að klára tímabilið vel þar sem Jurgen Klopp er að kveðja," segir Hutchison.
Athugasemdir
banner
banner
banner