Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu þúsund stuðningsmenn Stuttgart skemmtu sér á Bernabeu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýsk félagslið eru fræg um allan heim fyrir að njóta gríðarlega mikils stuðnings frá heimafólki.

Eintracht Frankfurt var í fréttunum þegar liðið heimsótti Barcelona í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Þá mættu gríðarlega margir stuðningsmenn félagsins á leikinn í Barcelona sem Frankfurt endaði á að sigra afar óvænt.

Frankfurt gerði sér lítið fyrir og vann Evrópudeildina það árið eftir að hafa mætt skoska stórveldinu Rangers í afar ólíklegum úrslitaleik.

Hið sögufræga félag Stuttgart er aftur komið í Meistaradeild Evrópu eftir langa fjarveru og létu stuðningsmenn sig ekki vanta þegar liðið heimsótti spænska risaveldið Real Madrid í fyrstu umferð nýrrar deildarkeppni í vikunni.

Tíu þúsund stuðningsmenn Stuttgart voru á Santiago Bernabeu þó að fleiri hefðu viljað komast að. Það var frábær stemning hjá Þjóðverjunum eins og má sjá hér að neðan, þrátt fyrir að leikum hafi lokið með 3-1 sigri Madrídinga.

10.000 Stuttgart fans away at the Bernabeu for their game against Madrid
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner