Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 13:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joe Hart leggur hanskana á hilluna eftir tímabilið
Mynd: Getty Images

Joe Hart markvörður Celtic hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið.


Hart er orðinn 36 ára gamall en hann lék 348 leiki með Manchester City 2006–2018. Hann hélt síðan til Burnley og þaðan til Tottenham áður en hann skrifaði undir hjá Celtic árið 2021.

Hann lék 75 landsleiki fyrir England.

Hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með City og hefur tvisvar orðið skoskur meistari. Celtic er nú tveimur stigum á eftir Rangers í baráttunni um titilinn en Hart segist staðráðinn í að klára ferilinn af krafti.

„Ég hef hugsað þetta lengi, það er enginn réttur eða rangur tími. Það er mikið umtal um markmannsstöðuna fyrir næstu leiktíð svo með blessun félagsins var mikilvægt að koma þessum skilaboðum á framfæri. Það tekur eitt umræðuefni af borðinu," sagði Hart.

Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður Íslands var orðaður við Celtic áður en hann gekk að lokum til liðs við Brentford í janúar.


Athugasemdir
banner
banner