Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings gegn Santa Coloma: Tvær breytingar frá Tallinn
Erlingur Agnarsson byrjar.
Erlingur Agnarsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar er á sínum stað í liðinu.
Valdimar er á sínum stað í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 mætast Víkingur og UE Santa Coloma í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í Sambansdeildinni. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og er uppselt á völlinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir tvær breytingar frá liðinu sem mætti Flora Tallinn í Eistlandi fyrir viku síðan.

Inn koma þeir Jón Guðni Fjóluson og Erlingur Agnarsson. Jón Guðni er skráður sem vinstri bakvörður í dag. Á bekkinn fara þeir Viktor Örlygur Andrason og Davíð Örn Atlason.

Lið Víkings er stillt upp í leikkerfið 4-3-2-1 á vef UEFA með þá Erling og Ara fyrir afta Nikolaj Hansen.

Sex breytingar eru á liðinu frá deildarleiknum gegn ÍA á mánudag. Þeir Ingvar, Oliver, Jón Guðni, Aron Elís og Valdimar eru áfram í liðinu frá þeim leik.

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Athugasemdir
banner
banner
banner