Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósar Mikael og kallar eftir því að hann framlengi samninginn sinn
Mikael var í byrjunarliðinu þegar Ísland vann á Wembley í júní.
Mikael var í byrjunarliðinu þegar Ísland vann á Wembley í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur blómstrað í nýrri stöðu á miðjunni.
Hefur blómstrað í nýrri stöðu á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„100%, við viljum að hann skrifi undir nýjan samning," segir Uwe Rösler, þjálfari AGF, í viðtali við Tipsbladet. Tekið er fram að hann sér ekki um viðræður við leikmann.

Mikael Neville Anderson er algjör lykilmaður í liði AGF og á tæp tvö ár eftir af samningi sínum. Hann hefur verið orðaður við erlend félög og fréttir frá Danmörku á þá leið að Mikael hafi hafnað samningstilboði félagsins fyrr á þessu ári.

Hann hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, hefur spilað sem hægri 'átta' og hefur komið að fjórum mörkum í fimm leikjum samkvæmt Transfermarkt.

Mikael er 26 ára íslenskur landsliðsmaður sem hefur spilað á kantinum í landsliðinu. Rösler tjáði sig nánar um frammistöðu Mikaels.

„Kredit á hann, hann kom sér í þessa stöðu. Í lok síðasta tímabils setti ég hann í vinstri vængbakvörðinn og ég hugsaði að það væri að virka mjög vel. Þangað til við áttum opið og hreinskilið samtal þar sem hann tjáði mér hvernig honum leið með það. Ég sagði við hann að þetta væri góð staða, en við komumst að þeirri niðurstöðu að hann yrði hægra megin á miðjunni."

„Hann keypti það hlutverk algjörlega, því hann skildi af hverju ég vildi að hann spilaði þar, en ekki vinstra megin. Núna held ég að hann sjái að hann er mjög mikilvægur liðinu, og að þetta er líka að virka fyrir hann. Hann er verðlaunaður í hvað, þremur eða fjórum stoðsendingum? Hann hefur skorað og ég myndi ekki veðja gegn því að hann skori í Álaborg. Hann er alltaf að komast í góðar stöður."

„Kredit á hann að vera opinn fyrir því að spila í nýju hlutverki, það er merki um mikinn fagmann. Ég er ánægður að hann er að fá athygli fyrir frammistöðu sína, ekki einungis fyrir að vera góður, heldur einnig skilvirkur,"
segir Rösler.

Mikael var keyptur á háa upphæð á mælikvarða AGF sumarið 2021 þegar hann kom frá Midtjylland. Hann var orðaður við Kortrijk í vetur og hefur einnig verið orðaður við félög í Hollandi og á Ítalíu. Stöðuna í dönsku deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 7 5 2 0 15 7 +8 17
2 AGF Aarhus 7 5 1 1 21 7 +14 16
3 Silkeborg 7 5 0 2 15 9 +6 15
4 FCK 7 4 2 1 14 8 +6 14
5 Brondby 7 3 2 2 14 10 +4 11
6 Randers FC 7 3 2 2 11 10 +1 11
7 FC Nordsjaelland 7 3 2 2 13 13 0 11
8 Viborg 7 1 3 3 12 15 -3 6
9 AaB Aalborg 7 2 0 5 5 17 -12 6
10 Lyngby 7 1 2 4 4 9 -5 5
11 Sonderjylland 7 1 2 4 7 14 -7 5
12 Vejle 7 0 0 7 5 17 -12 0
Athugasemdir
banner
banner
banner