Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 15:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Parker um Jóa Berg: Þá er líklega best að þetta gerist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það bendir flest til þess að Jóhann Berg Guðmundsson sé að yfirgefa Burnley og semja við Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Fjallað var um félagaskiptin á mánudagskvöldið en þau eru þó ekki gengin í gegn.

Félagaskiptin eru mjög óvænt þar sem landsliðsmaðurinn skrifaði undir nýjan samning í sumar.

Scott Parker, stjóri Burnley, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og BurnleyExpress ræddi svo við hann. Hann segir að það sé eitthvað til í sögusögnunum um félagaskipti Jóhanns.

„Það er svolítið til í þessu. Ég veit ekki hversu langt þetta er komið, en það er eitthvað í þessu, það er satt."

„Það er eins og með annað í þessari stöðu sem við erum í, einhverjir leikmenn sjá næsta kafla ferilsins annars staðar."

„Ef þetta tækifæri hentar Jóhanni og hentar félaginu, þá er líklega best að þetta gerist og það gæti vissulega verið raunin með Jóhann,"
segir Parker.

Jóhann Berg, sem er 33 ára, kom til Burnley frá Charlton sumarið 2016 og hefur skorað 15 mörk í 228 leikjum fyrir félagið. Hann var á skotskónum í 5-0 sigri gegn Cardiff um síðustu helgi eftir að hafa misst af fyrstu umferðinni vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner