Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 12:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Berg endursamdi við Burnley eftir að hafa hitt formanninn í flugi til Amsterdam
Mynd: Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson er orðinn leikmaður Burnley á ný en samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið. Liðið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.


Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning í gær en hann greindi frá því að samtal við Alan Pace, formann félagsins, í flugi til Amsterdam hafi haft mikil áhrif á ákvörðunina.

„Við áttum gott spjall um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem félagið á heima og hér er ég að skrifa aftur undir sem leikmaður Burnley," sagði Jóhann Berg.

Scott Parker var ráðinn stjóri Burnley fyrir helgi.

„Ég hef líka rætt við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa þessu liði að komast aftur í úrvalsdeildina."


Athugasemdir
banner
banner
banner