Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk: Fékk góðan samning sem ég tel mig eiga skilið
Mynd: Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir gekk til liðs við sádí arabíska liðsins Al Qadsiah í sumar frá Juventus.

Hún sagði í viðtali við Morgunblaðið að hún væri með góðan samning en ekki hægt að bera það saman við samninga sem leikmenn eru karlamegin að fá í Sádí-Arabíu.


„Ég fékk góðan samning hérna en á sama tíma samning sem ég tel mig eiga skilið. Það hafa einhverjir talað um að ég sé á þannig launum hérna að ég geti bara farið á eftirlaun þegar ferlinum lýkur og þurfi ekki að vinna aftur. Það er alls ekki þannig," sagði Sara Björk.

Fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson er unnusti Söru og sonur þeirra er Ragnar Frank.

„Ég er klárlega með góðan samning en það þurfa aðrir hlutir að smella, fyrir okkur fjölskylduna. Árni þarf að geta stundað sína vinnu líka og Ragnar Frank þurfti að komast inn á góðan leikskóla. Sádi-Arabía tikkaði í þessi box hjá okkur. Það er ekki hægt að taka launin mín hérna úti og bera þau saman við það sem margir leikmenn karlamegin, sem eru að koma hingað frá Evrópu, fá. Þetta er langt í frá að vera sambærilegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner