Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 13:45
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Samherji Alberts skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu
Fagnað í gær.
Fagnað í gær.
Mynd: EPA

Genoa vann góðan sigur á Udinese í Serie A deildinni á Ítalíu í gær en leiknum lauk með tveimur mörkum gegn engu þar sem Albert Guðmundsson átti eina stoðsendingu.


Mateo Retegui kom Genoa í forystu í fyrri hálfleiknum með hreint frábæru marki. Hann var þá mættur inn í teiginn og skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu í fjærhornið.

Stuttu síðar skoraði Mattia Bani eftir sendingu frá Alberti og því góður sigur Genoa staðreynd sem siglir nú lignan sjó í deildinni.

Myndband af markinu smekklega hjá hinum 24 ára gamla Retegui má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner