Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane vann gullskó Evrópu
Mynd: Getty Images

Harry Kane framherji Bayern Munchen hefur fengið gullskó Evrópu en hann skoraði 36 mörk í þýsku deildinni á nýliðinni leiktíð.


Tveir markahæstu menn Evrópu koma úr þýsku deildinni en Serhou Guirassy leikmaður Stuttgart kemur á eftir Kane en hann skoraði 28 mörk.

Kylian Mbappe og Erling Haaland koma þar á eftir með 27 mörk hvor.

Tímabilið hjá Kane hefur þrátt fyrir þetta verið mikil vonbrigði þar sem hann gekk til liðs við Bayern frá Tottenham síðasta sumar til að vinna titla en Bayern vann enga titla í ár. Leverkusen vann þýsku deildina í ár en þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Bayern vinnur ekki deildina.


Athugasemdir
banner
banner