Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero æfir með uppeldisfélaginu - Snýr hann aftur í fótbolta?
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Sergio Aguero er að íhuga það alvarlega að snúa aftur í fótbolta.

Aguero þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2021, stuttu eftir að hann gekk í raðir Barcelona eftir frábær ár með Manchester City. Hann þurfti að hætta vegna hjartavandamála.

Aguero hefur núna fengið leyfi til að snúa aftur í fótbolta á rólegum nótum og kanna hvort það sé möguleiki fyrir hann að snúa aftur.

Hann er að hefja æfingar með Independiente í heimalandinu. Þjálfari þar er fyrrum félagi hans í argentínska landsliðinu og hjá Man City, Carlos Tevez.

Aguero, sem er 35 ára gamall, er markahæsti leikmaður í sögu Man City og einn besti leikmaður í sögu félagsins. Hann ólst upp hjá Independiente.
Athugasemdir
banner