Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
banner
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
fimmtudagur 16. október
Meistaradeild kvenna
Atletico Madrid W - Manchester Utd W - 16:45
Bayern W - Juventus W - 19:00
PSG W - Real Madrid W - 19:00
SL Benfica W - Arsenal W - 19:00
lau 29.apr 2023 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 5. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. FHL (Fjarðbyggð/Hetti/Leikni) er spáð fimmta sæti deildarinnar í ár.

Úr leik hjá FHL á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá FHL á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Björgvin Karl Gunnarsson.
Björgvin Karl Gunnarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linli Tu fór í Bestu deildina.
Linli Tu fór í Bestu deildina.
Mynd/Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Ashley Orkus, Natalie Cooke og Sofia Lewis.
Ashley Orkus, Natalie Cooke og Sofia Lewis.
Mynd/FHL
Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL fagnar marki.
FHL fagnar marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar FHL í sumar?
Hvar endar FHL í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: FHL var það lið sem sigldi mestan lygnan sjó í fyrra en liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar, líkt og þeim er spáð núna. FHL var sjö stigum frá HK sem var í fjórða sæti og sex stigum á undan Fylki sem endaði í sjötta sætinu.

Þjálfarinn: Björgvin Karl Gunnarsson stýrir FHL áfram en hann stýrt liðinu frá 2019. Hann spilaði lengi vel með Hetti sem leikmaður og þekkir vel til á svæðinu. Þessi reynslumikli þjálfari stýrði kvennaliði Hattar í upphafi þjálfaraferilsins. Svo tók hann við KR og var þar frá 2011 til 2015. Svo hann hefur stýrt FHL við góðan orðstír síðustu ár en hann kom liðinu upp úr 2. deild sumarið 2021.

Styrkleikar: Þjálfari liðsins hefur verið lengi við stjórnvölinn og veit hvað þarf að gera til að ná árangri. Hann er líka mjög góður í því að sækja erlenda leikmenn eins og sást með Linli Tu á síðustu leiktíð. Maður treystir því að erlendu leikmennirnir í ár verði sterk viðbót við öflugan íslenskan kjarna. Heimavöllur FHL er líklega sá sterkasti í deildinni og þar getur myndast góð stemning. FHL var fjórða besta heimaliðið í deildinni á síðustu leiktíð og er líklegt að heimavöllurinn verði enn sterkari á þessu tímabili.

Veikleikar: Erlendu leikmennirnir eru að koma svolítið seint til móts við liðið og það er spurning hversu langan tíma það tekur fyrir þær að aðlagast lífinu á Íslandi, og hversu langan tíma það tekur liðið að stilla sig saman. Linli Tu var markahæsti leikmaðurinn í deildinni í fyrra en hún spilar með Keflavík í Bestu deildinni í ár. Nær FHL að fylla í það stóra skarð sem hún skilur eftir sig? Það er aldrei gaman að vera í miðjumoði, ná þær að rífa sig upp úr því?

Lykilmenn: Ashley Brown Orkus, Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Sofia Gisella Lewis.

Fylgist með: Björg Gunnlaugsdóttir, fædd árið 2006, er feykilega hraður leikmaður sem gæti sprungið út í sumar. Hún hefur æft reglulega með U17 landsliðinu og spilaði fimm yngri landsleiki í fyrra. Systir hennar er landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Komnar
Alba Prunera Vergé frá Spáni
Ashley Brown Orkus frá Bandaríkjunum
Barbara Perez Iglesias frá Spáni
Natalie Colleen Cooke frá Kanada
Ólöf Rún Rúnarsdóttir frá Völsungi
Sofia Gisella Lewis frá Bandaríkjunum

Farnar
Ainhoa Plaza Porcel til Spánar
Anne Elizabeth Bailey til Bandaríkjanna
Bayleigh Ann Chaviers til Bandaríkjanna
Heidi Samaja Giles í FH
Linli Tu til Keflavíkur
María Nicole Lecka í Þór/KA
Yolanda Bonnin Rosello til Spánar

Ég sé fjögur lið vera í ákveðnum sérflokki í sumar
„Spáin kemur svolítið á óvart, en við myndum taka sátt við fimmta sætinu núna," segir Björgvin Karl, þjálfari FHL, í samtali við Fótbolta.net þegar hann er spurður út í spánna.

„Leikmenn okkar vita að við þurfum að hafa töluvert fyrir veru okkar í þessari deild og við viljum vera áfram í Lengjudeildinni."

Hann segir að síðasta tímabil hafi verið lærdómsríkt. „Það var lærdómsríkt og við áttum á tímum skemmtilega spilkafla. Það fengu mikið af ungum leikmönnunum reynslu sem vonandi nýtist vel núna."

„Það hefur gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. Við höfum ekki verið mjög stóran hóp en fleiri ungir leikmenn fengið að spreyta sig. Það tekur smá tíma að ná stöðugleika og fyrir þær yngri að átta sig á hvað er ætlast til af þeim."

Eru miklar breytingar hópnum fyrir tímabilið?

„Það eru ekki miklar breytingar á íslenska kjarnanum, en við erum með allt nýtt í erlendum leikmönnum. Ég er sáttur með þær sem eru komnar en ég hefði viljað fá einn leikmann til viðbótar inn í hópinn. Við erum með öðruvísi hóp, við erum sterkari á öðrum sviðum en í fyrra og við erum reynslunni ríkari."

„Markmið okkar er að þróa okkar leik og ná í þau stig sem við þurfum. Ég hef trú á að deildin verði mjög góð en mörg lið hafa bætt töluvert við sig. Ég sé fjögur lið vera í ákveðnum sérflokki í sumar," segir Kalli og á þar líklega við liðin fjögur sem eru efst í spánni. Að lokum segir hann:

„Ég vona að liðin sem fóru upp í fyrra sýni að það megi alveg fara skoða að fjölga liðum í efstu deild kvenna en það eru einhverjir sem telja það óþarft. Ég er á þeirri skoðun að það þarf að gerast sem fyrst. Að lokum langar mig til að þakka okkar frábærum stuðningsmönnum og þeim styrktaraðilum sem eru á FHL vagninum."

Fyrstu þrír leikir FHL
1. maí, FHL - KR (Fjarðabyggðarhöllin)
13. maí, Grindavík - FHL (Grindavíkurvöllur)
18. maí, FHL - HK (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner