„Við vorum flottir í dag á löngum köflum," sagði Magnús Már Einarsson, aðstoðarþjálfari Aftureldingar, eftir 4-1 tap gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 4 - 1 Afturelding
„Við náum að jafna eftir að hafa lent undir. Við komum sterkir til baka og náðum að halda þeim lengi í skefjum í seinni hálfleik. Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir hornspyrnu."
„Við vorum farnir að gera athlögu að þeim og vorum nálægt því að jafna rétt áður en þeir komast í 3-1. Það hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum jafnað í 2-2."
„Mikið hrós til strákanna, þeir voru flottir. Þeir gáfu Pepsi Max-deildarliðinu hörkukeppni."
Það er stutt í að Inkasso-deildin hefjist.
„Við ætlum að fara í alla leiki til að vinna. Við setjum markið hátt, við erum ekki komnir bara til að vera með. Við ætlum að festa okkur í sessi í þessari deild."
Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir