Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aðgerðin hjá Pablo gekk vel - „Það er engin spurning"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur greindi frá því í gær að Pablo Punyed hefði gengist undir aðgerð en hann sleit krossband í byrjun mánaðar þegar Víkingur lék gegn Egnatia í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Pablo Punyed undirgekkst nýlega aðgerð til að gera við slitið krossband. Aðgerðin gekk vel og endurhæfing er komin vel af stað. Við hlökkum til að sjá hann aftur í treyju #10," sagði í færslu Víkinga.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net í gærkvöldi. Hann var spurður út í Pablo.

El Salvadorinn verður 35 ára í apríl á næsta ári. Er Arnar pottþéttur á því að Pablo muni snúa aftur á völlinn?

„Það er engin spurning. Ég þekki nú Pablo minn ansi illa ef svo hefði ekki verið. Hann fær allan þann stuðning sem við getum veitt honum. Hann verður örugglega frá í 10-12 mánuði, en hann mun koma til sterkur til baka, ekki spurning," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Athugasemdir
banner
banner