Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal vill fá Sterling á láni
Mynd: EPA

Raheem Sterling er ekki í áformum Enzo Maresca stjóra Chelsea og má því fara frá félaginu.


Arsenal hefur verið orðað við enska sóknarmanninn en Dharmesh Sheth, sérfræðingur hjá Sky Sports, greindi frá því fyrr í dag að hann væri ólíklega á leið til Arsenal.

Hann hefur nú sagt frá því að Skytturnar séu að skoða möguleikann að fá hann á láni.

Viðræður ganga vel og Sterling er mjög spenntur fyrir Arsenal. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, og Sterling unnu saman á sínum tíma hjá Man City þegar Sterling var þar sem leikmaður og Arteta í þjálfarateymi Pep Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner