Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 17:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fortuna Düsseldorf að klára kaupin á Valgeiri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson er að ganga í raðir Fortuna Düsseldorf. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu skiptin ganga í gegn fyrir gluggalok og Valgeir mun því ekki klára tímabilið með Häcken í Svíþjóð.

Fyrr í sumar var fjallað um að Valgeir væri búinn að ná samkomulagi við Fortuna en hann átti þá innan við hálft ár eftir af samningi sínum. Til þess að fá hann strax þurfti Fortuna að rífa upp veskið og er í þýskum fjölmiðlum fjallað um að kaupverðið sé um 300 þúsund evrur.

Valgeir er 22 ára landsliðsmaður sem er að glíma við smávægileg meiðsli sem stendur en er að ná fullri heilsu. Hann verður líklega kynntur hjá þýska félaginu í kvöld eða á morgun.

Í kjölfarið mun hann svo halda til Íslands þar sem hann kemur til móts við landsliðið sem spilar tvo leiki í Þjóðadeildinni á næstu dögum.

Hjá Fortuna, sem er í þýsku B-deildinni, verður Valgeir liðsfélagi Ísaks Bergmanns Jóhannessonar.

Athugasemdir
banner
banner