Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 18:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís í sigurliði í fyrsta leik deildarinnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þýska deildin er farin af stað og Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Bayern þegar liðið lagði Potsdam af velli.


Sænska landsliðskonan Linda Sembrant sem gekk til liðs við félagið á láni frá Juventus í janúar gekk alfarið til liðs við félagið í sumar. Hún skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri í dag.

Þetta var fyrsti leikur umferðarinnar en henni lýkur á mánudaginn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg taka á móti Werder Bremen.

Alexandra Jóhannsdóttir byrjaði á bekknum þegar Fiorentina lagði Napoli í fyrsta leik ítölsku deildarinnar en hún spilaði síðustu 25 mínúturnar. Sigurmarkið kom andartaki eftir að Alexandra kom inná.

Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn þegar Rosenborg tapaði 1-0 gegn Lyn í norsku deildinni. Rosenborg er í 2. sæti eftir 19 umferðir með 37 stiig 17 stigum á eftir toppliði Valerenga sem hefur spilað 20 leiki.


Athugasemdir
banner
banner