Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lacroix til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace

Crystal Palace hefur gengið frá kaupum á Maxence Lacroix frá Wolfsburg. Lacroix er miðvörður en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.


Palace borgar 18 milljónir punda fyrir hann en kaupverðið gæti hækkkað upp í 21 milljón punda.

Oliver Glasner stjóri Crystal Palace stýrði Wolfsburg frá 2019-2021 en hann vann með Lacroix í eitt ár. Lacroix lék yfir 100 leiki með Wolfsburg frá 2020.

Lacroix er 24 ára gamall franskur miðvörður en hann hefur leikið 12 landsleiki fyrir yngri landslið Frakklands.

Hann mun vinna með Marc Guehi í öftustu línu hjá Palace en enski miðvörðurinn var lengi vel orðaður frá félaginu en Glasner hefur staðfest að hann verði áfram hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner