Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Gríðarlega sterkur sigur hjá Keflavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík 3 - 2 ÍBV
1-0 Mihael Mladen ('7 )
1-1 Oliver Heiðarsson ('40 )
2-1 Sami Kamel ('49 )
3-1 Ásgeir Helgi Orrason ('53 )
3-2 Bjarki Björn Gunnarsson ('82 )
Lestu um leikinn


Keflavík og ÍBV mættust í hörku leik þar sem mikið var undir. Heimamenn í Keflavík byrjuðu ansi vel en Mihael Mladen kom liðinu yfir snemma leiks en þetta var sjötta mark hans fyrir liðið síðan hann kom í sumarglugganum.

Annar markaskorari lét ljós sitt skína en það var Oliver Heiðarsson sem jafnaði metin fyrir ÍBV áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hann er markahæstur í deildinni með 14 mörk.

Keflvíkingar komu sér í góða stöðu með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik. Bjarki Björn Gunnarsson klóraði í bakkann fyrir ÍBV en það dugði ekki til.

ÍBV er á toppnum, aðeins stigi á undan Fjölni og nú Keflavík sem jafnar Fjölni að stigum með þessum sigri.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 5 6 49 - 27 +22 38
2.    Keflavík 22 10 8 4 34 - 24 +10 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 25 +9 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 37 - 36 +1 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 26 +4 35
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 34 - 30 +4 30
8.    Leiknir R. 22 9 3 10 33 - 33 0 30
9.    Þór 22 6 8 8 31 - 37 -6 26
10.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
11.    Grótta 22 4 4 14 30 - 49 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 22 - 46 -24 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner