Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 17:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mangala til Everton á láni (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Orel Mangala er genginn til liðs við Everton á láni frá Lyon út tímabilið. Aðeins um lánssamning er að ræða svo hann mun snúa aftur til Frakklands næsta sumar.


Hann snýr aftur í ensku úrvalsdeildina en hann gekk til liðs við Lyon á láni frá Nottingham Forest í janúar en franska félagið festi kaup á honum í sumar.

Mangala er 26 ára gamall belgískur miðjumaður en hann lék 53 leiki með Forest. Hann gekk til liðs við félagið frá Stuttgart árið 2022. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Belgíu.

Hann er sjöundi leikmaðurinn sem Everton fær til sín í sumar á eftir Jack Harrison á láni frá Leeds, Tim Iroegbunam, frá Aston Villa, Iliman Ndiaye, frá Marseille, Jesper Lindstrøm á láni frá Napoli, Jake O’Brien, fyrrum liðsfélaga Mangala hjá Lyon og Asmir Begovic.

Everton vann Fiorentina í baráttunni um leikmanninn.


Athugasemdir
banner