Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Víkingur í sjötta styrkleikaflokki - Þessi lið verða í pottunum í dag
Góðar líkur eru á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni.
Góðar líkur eru á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sambandsdeildarbikarinn.
Sambandsdeildarbikarinn.
Mynd: EPA
Andri Lucas leikur fyrir Gent.
Andri Lucas leikur fyrir Gent.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fiorentina
Klukkan 12:30 verður leikjadráttur Sambandsdeildarinnar og þá kemur í ljós hvaða liðum Víkingur mun mæta í keppninni.

Eins og við höfum fjallað um þá er búið að leggja riðlakeppnina af og liðin munu keppa öll sín á milli í 36 liða deild þar sem 24 lið komast í útsláttarkeppni.

Víkingur mun leika sex leiki á móti sex mismunandi andstæðingum, einum úr hverjum styrkleikaflokki. Hvert lið fær þrjá heimaleiki og þrjá útileiki. Víkingur er í sjötta og neðsta flokki.

Það er nóg af Íslendingaliðum í pottunum og líklegt að Víkingur dragist gegn allavega einu af þeim.

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru í fyrsta styrkleikaflokki. Þar má einnig finna FC Kaupmannahöfn, lið Orra Steins Óskarssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar og Gent sem Andri Lucas Guðjohnsen leikur fyrir. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon spila fyrir Panathinaikos sem er í fimmta styrkleikaflokki og í þeim sjötta eru Guðmundur Þórarinsson og félagar í FC Noah.

Drátturinn verður klukkan 12:30, í beinni lýsingu hér á Fótbolta.net



Fyrsti styrkleikaflokkur:
Chelsea, England
FCK, Danmörk
Gent, Belgía
Fiorentina, Ítalía
LASK, Austurríki
Real Betis, Spánn

Annar styrkleikaflokkur:
Istanbúl Basaksehir, Tyrkland
Molde, Noregur
Legia Varsjá, Pólland
Heidenheim, Þýskaland
Djurgården, Svíþjóð
APOEL, Kýpur

Þriðji styrkleikaflokkur:
Rapid Vín, Austurríki
Omonoia, Kýpur
HJK Helsinki, Finnland
Vitória SC, Portúgal
Astana, Kasakstan
Olimpija, Slóvenía

Fjórði styrkleikaflokkur:
Cercle Brugge, Belgía
Shamrock Rovers, Írland
The New Saints, Wales
Lugano, Sviss
Hearts, Skotland
Mladá Boleslav, Tékkland

Fimmti styrkleikaflokkur:
Petrocub, Moldóva
St. Gallen, Sviss
Panathinaikos, Grikkland
TSC, Serbía
Borac, Bosnía
Jagiellonia, Pólland

Sjötti styrkleikaflokkur:
Celje, Slóvenía
Larne, Norður-Írland
Dinamo-Minsk, Belarús
Pafos, Kýpur
Víkingur, Ísland
Noah, Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner