mið 01.feb 2023 11:22 Mynd: Getty Images |
|

Á ferðinni í janúar: Ellefu minna þekkt ungstirni sem geta farið langt
Félagaskiptaglugginn í janúar er nú lokaður þar sem félög út um alla Evrópu hafa verið upptekin að bæta við sig leikmönnum fyrir komandi átök.
Ungstirni á borð við Mykhailo Mudryk, Anthony Gordon og Enzo Fernandez voru á ferðinni í janúarglugganum en hér á listanum fyrir neðan má sjá ellefu minna þekkt ungstirni sem munu leika á nýjum slóðum árið 2023 og eru svo sannarlega leikmenn til að fylgjast vel með.
Oscar Gloukh - Maccabi Tel Aviv til Salzburg (18 ára)
Leikmaður fæddur í Ísrael árið 2004 sem spilar í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns. Keyptur á 7 milljónir evra eftir frábæran tíma í heimalandinu, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Gloukh leikið 33 leiki fyrir Maccabi Tel Aviv, skorað níu mörk og gert átta stoðsendingar. Barcelona, Tottenham og Dortmund voru á eftir kappanum en Salzburg varð fyrir valinu. Hann er mjög svipaður leikmaður og Hákon Arnar Haraldsson sem var mikið orðaður við Salzburg í janúar.
Kamaldeen Sulemana - Rennes til Southampton (20 ára)
Leikmaður fæddur 2002 sem var keyptur til Rennes frá Nordsjælland í Danmörku á 17 milljónir evra. Síðan þá hefur Sulemana átt erfitt uppdráttar í Frakklandi en er núna genginn til liðs við Southampton á 30 milljónir evra - ef bónusgreiðslur eru teknar inn í reikninginn. Þetta er kantmaður sem er fæddur í Gana og býr hann yfir gríðarlega miklum hraða, hann er beinskeyttur og verður hann í lykilhlutverki að hjálpa Dýrlingunum að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Ilya Zabarnyi - Dynamo Kiev til Bournemouth (20 ára)
Líklega þau félagaskipti sem komu undirrituðum mest á óvart í þessum glugga. Zabarnyi sem er frá Úkraínu var fyrir ekki svo löngu síðan talinn vera einn efnilegasti hafsent Evrópu og hefur hann verið orðaður við félög eins og Tottenham og Napoli, en af einhverri ástæðu er hann á leið á suðurströndina að taka slaginn með Bournemouth. Hann er metinn á 15 milljónir evra en Bournemouth er að borga um 27 milljónir evra fyrir hann.
Julien Duranville - Anderlecht til Dortmund (16 ára)
Yngsti leikmaðurinn á þessum lista en Duranville er fæddur árið 2006. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi leikmaður spilað 11 leiki fyrir aðallið Anderlecht og skorað eitt mark og var það ekki af verri endanum; skot úr kyrrstöðu fyrir utan teig í nærhornið. Dortmund er að borga 8.5 milljónir fyrir þennan unga belgíska kantmann sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Ég mæli með því að leggja nafnið á minnið.
Andreas Schjelderup - Nordsjælland til Benfica (18 ára)
Líklega sá leikmaður sem ég held mest upp á af þessum leikmönnum en hann er nýlega genginn til liðs við Benfica í Portúgal á 10 milljónir evra að auki bónusgreiðsla sem gætu bæst ofan á það verð. Schjelderup, sem getur leikið allar stöður framarlega á vellinum, kom til Nordsjælland 16 ára gamall frá Bodö/Glimt í Noregi. Hann lék 56 leiki fyrir aðallið Nordsjælland og skoraði hann 17 mörk og gerði fimm stoðsendingar. Hann hefur alltaf verið eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu eins og til dæmis af Liverpool en Benfica verður hans næsta áskorun.
Zidan Sertdemir - Bayer Leverkusen til Nordsjælland (17 ára)
Árið 2021 keypti Bayer Leverkusen Sertdemir frá Nordsjælland á 3 milljónir evra og varð hann yngsti leikmaður í sögu Leverkusen er hann kom inn á gegn Hertha Berlín í nóvember 2021. En viti menn, núna einu og hálfu ári síðan er þessi ungi og efnilegi miðjumaður kominn aftur til Nordsjælland sem eru í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Mun hann reyna að hjálpa þeim að landa þeim stóra þegar danska deildin hefst aftur um miðjan febrúar en hann getur klárlega fengið stórt hlutverk í ungu liði Nordsjælland.
Facundo Buonanotte - Rosario Central til Brighton (18 ára)
Ja hérna hér! Er Brighton að gera enn ein ódýru kaupin sem munu skila þeim margfalt meiri gróða eftir nokkur ár? Í nóvember 2022 gekk Brighton frá kaupum á þessum unga sóknarþenkjandi miðjumanni frá Rosario í Argentínu og var verðið um 6 milljónir evra. Núna er hann orðinn leikmaður Brighton. Þetta er leikmaður sem á 34 leiki í meistaraflokksbolta og hefur hann skorað fjögur mörk og gert tvær stoðsendingar. Miðað við kaup Brighton síðustu ár - eins og Mitoma, Caicedo, Mac Allister og fleira - þá sér maður þetta ekki klikka heldur.
Vitinha - Braga til Marseille (22 ára)
Portúgalskur framherji sem hefur skorað 28 mörk og gert níu stoðsendingar í 67 leikjum fyrir aðallið Braga og það er aldrei að vita að þessi spennandi framherji verði kominn í eitt af stærstu félögum Evrópu ef vel gengur í Suður-Frakklandi en Marseille eru að borga í kringum 30 milljónir evra fyrir kappann.
Casper Tengstedt - Rosenborg til Benfica (22 ára)
Annar leikmaður frá Skandinavíu sem Benfica kaupir og í þetta skipti er það Daninn, Casper Tengstedt. Fyrir ekki svo löngu síðan, eða árið 2021, lék þessi framherji með Ágústi Hlynssyni hjá Horsens en í sumarglugganum 2022 keypti Rosenborg hann. Eftir gjörsamlega frábæran fyrra hluta tímabils í Noregi þar sem Tengstedt skoraði 15 mörk og lagði upp níu ofan á það í 14 leikjum þá stökk Benfica inn í og keypti hann á 7 milljónir evra.
Paxten Aaronson - Philadelphia Union til Frankfurt (19 ára)
Miðað við bandarísku innrásina sem er að eiga sér stað í Leeds og að eldri bróðir hans, Brenden Aaronson, spilar þar þá kom það mér á óvart að þessi ungi og spennandi miðjumaður endaði ekki hjá Leeds, en líklega er það tengt Brexit-reglunum sem gerir ungum leikmönnum erfiðara fyrir að fara til Englands. Paxten er farinn til Þýskalands og er genginn til liðs við Frankfurt, en hann var keyptur fyrir 4 milljónir evra. Paxten á 41 leik að baki fyrir aðallið Philadelphia og skoraði hann í þeim leikjum fjögur mörk. Vonandi fáum við að sjá Aaronson bræðurna saman á miðjunni á HM í Norður-Ameríku árið 2026 en bandarískur fótbolti hefur verið í mikill sókn undanfarin ár.
Jhon Duran - Chicago Fire til Aston Villa (19 ára)
Spennandi kraftframherji með mikinn hraða. Hann kom til Chicago Fire frá líklega frægustu borg Kólumbíu, Medellín, árið 2022 og átti hann stórgóðan tíma í MLS. Í 28 leikjum skoraði hann átta mörk og gerði sex stoðsendingar og mun hann núna næstu árin koma til með að spila fyrir Aston Villa eftir að hann var keyptur núna í janúar á rúmar 17 milljónir evra. Hlakkar undirritaður mikið til að sjá hann í deild þeirra bestu með leikmönnum eins og Emi Buendia, Leon Bailey og Ollie Watkins.
Leikmaður fæddur í Ísrael árið 2004 sem spilar í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns. Keyptur á 7 milljónir evra eftir frábæran tíma í heimalandinu, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Gloukh leikið 33 leiki fyrir Maccabi Tel Aviv, skorað níu mörk og gert átta stoðsendingar. Barcelona, Tottenham og Dortmund voru á eftir kappanum en Salzburg varð fyrir valinu. Hann er mjög svipaður leikmaður og Hákon Arnar Haraldsson sem var mikið orðaður við Salzburg í janúar.
Kamaldeen Sulemana - Rennes til Southampton (20 ára)
Leikmaður fæddur 2002 sem var keyptur til Rennes frá Nordsjælland í Danmörku á 17 milljónir evra. Síðan þá hefur Sulemana átt erfitt uppdráttar í Frakklandi en er núna genginn til liðs við Southampton á 30 milljónir evra - ef bónusgreiðslur eru teknar inn í reikninginn. Þetta er kantmaður sem er fæddur í Gana og býr hann yfir gríðarlega miklum hraða, hann er beinskeyttur og verður hann í lykilhlutverki að hjálpa Dýrlingunum að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Ilya Zabarnyi - Dynamo Kiev til Bournemouth (20 ára)
Líklega þau félagaskipti sem komu undirrituðum mest á óvart í þessum glugga. Zabarnyi sem er frá Úkraínu var fyrir ekki svo löngu síðan talinn vera einn efnilegasti hafsent Evrópu og hefur hann verið orðaður við félög eins og Tottenham og Napoli, en af einhverri ástæðu er hann á leið á suðurströndina að taka slaginn með Bournemouth. Hann er metinn á 15 milljónir evra en Bournemouth er að borga um 27 milljónir evra fyrir hann.
Julien Duranville - Anderlecht til Dortmund (16 ára)
Yngsti leikmaðurinn á þessum lista en Duranville er fæddur árið 2006. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi leikmaður spilað 11 leiki fyrir aðallið Anderlecht og skorað eitt mark og var það ekki af verri endanum; skot úr kyrrstöðu fyrir utan teig í nærhornið. Dortmund er að borga 8.5 milljónir fyrir þennan unga belgíska kantmann sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Ég mæli með því að leggja nafnið á minnið.
Andreas Schjelderup - Nordsjælland til Benfica (18 ára)
Líklega sá leikmaður sem ég held mest upp á af þessum leikmönnum en hann er nýlega genginn til liðs við Benfica í Portúgal á 10 milljónir evra að auki bónusgreiðsla sem gætu bæst ofan á það verð. Schjelderup, sem getur leikið allar stöður framarlega á vellinum, kom til Nordsjælland 16 ára gamall frá Bodö/Glimt í Noregi. Hann lék 56 leiki fyrir aðallið Nordsjælland og skoraði hann 17 mörk og gerði fimm stoðsendingar. Hann hefur alltaf verið eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu eins og til dæmis af Liverpool en Benfica verður hans næsta áskorun.
Zidan Sertdemir - Bayer Leverkusen til Nordsjælland (17 ára)
Árið 2021 keypti Bayer Leverkusen Sertdemir frá Nordsjælland á 3 milljónir evra og varð hann yngsti leikmaður í sögu Leverkusen er hann kom inn á gegn Hertha Berlín í nóvember 2021. En viti menn, núna einu og hálfu ári síðan er þessi ungi og efnilegi miðjumaður kominn aftur til Nordsjælland sem eru í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Mun hann reyna að hjálpa þeim að landa þeim stóra þegar danska deildin hefst aftur um miðjan febrúar en hann getur klárlega fengið stórt hlutverk í ungu liði Nordsjælland.
Facundo Buonanotte - Rosario Central til Brighton (18 ára)
Ja hérna hér! Er Brighton að gera enn ein ódýru kaupin sem munu skila þeim margfalt meiri gróða eftir nokkur ár? Í nóvember 2022 gekk Brighton frá kaupum á þessum unga sóknarþenkjandi miðjumanni frá Rosario í Argentínu og var verðið um 6 milljónir evra. Núna er hann orðinn leikmaður Brighton. Þetta er leikmaður sem á 34 leiki í meistaraflokksbolta og hefur hann skorað fjögur mörk og gert tvær stoðsendingar. Miðað við kaup Brighton síðustu ár - eins og Mitoma, Caicedo, Mac Allister og fleira - þá sér maður þetta ekki klikka heldur.
Vitinha - Braga til Marseille (22 ára)
Portúgalskur framherji sem hefur skorað 28 mörk og gert níu stoðsendingar í 67 leikjum fyrir aðallið Braga og það er aldrei að vita að þessi spennandi framherji verði kominn í eitt af stærstu félögum Evrópu ef vel gengur í Suður-Frakklandi en Marseille eru að borga í kringum 30 milljónir evra fyrir kappann.
Casper Tengstedt - Rosenborg til Benfica (22 ára)
Annar leikmaður frá Skandinavíu sem Benfica kaupir og í þetta skipti er það Daninn, Casper Tengstedt. Fyrir ekki svo löngu síðan, eða árið 2021, lék þessi framherji með Ágústi Hlynssyni hjá Horsens en í sumarglugganum 2022 keypti Rosenborg hann. Eftir gjörsamlega frábæran fyrra hluta tímabils í Noregi þar sem Tengstedt skoraði 15 mörk og lagði upp níu ofan á það í 14 leikjum þá stökk Benfica inn í og keypti hann á 7 milljónir evra.
Paxten Aaronson - Philadelphia Union til Frankfurt (19 ára)
Miðað við bandarísku innrásina sem er að eiga sér stað í Leeds og að eldri bróðir hans, Brenden Aaronson, spilar þar þá kom það mér á óvart að þessi ungi og spennandi miðjumaður endaði ekki hjá Leeds, en líklega er það tengt Brexit-reglunum sem gerir ungum leikmönnum erfiðara fyrir að fara til Englands. Paxten er farinn til Þýskalands og er genginn til liðs við Frankfurt, en hann var keyptur fyrir 4 milljónir evra. Paxten á 41 leik að baki fyrir aðallið Philadelphia og skoraði hann í þeim leikjum fjögur mörk. Vonandi fáum við að sjá Aaronson bræðurna saman á miðjunni á HM í Norður-Ameríku árið 2026 en bandarískur fótbolti hefur verið í mikill sókn undanfarin ár.
Jhon Duran - Chicago Fire til Aston Villa (19 ára)
Spennandi kraftframherji með mikinn hraða. Hann kom til Chicago Fire frá líklega frægustu borg Kólumbíu, Medellín, árið 2022 og átti hann stórgóðan tíma í MLS. Í 28 leikjum skoraði hann átta mörk og gerði sex stoðsendingar og mun hann núna næstu árin koma til með að spila fyrir Aston Villa eftir að hann var keyptur núna í janúar á rúmar 17 milljónir evra. Hlakkar undirritaður mikið til að sjá hann í deild þeirra bestu með leikmönnum eins og Emi Buendia, Leon Bailey og Ollie Watkins.
Athugasemdir