Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 25. nóvember
Úrvalsdeildin
Newcastle - West Ham - 20:00
Serie A
Empoli - Udinese - 17:30
Venezia - Lecce - 19:45
mið 02.ágú 2023 18:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 16. sæti: „Það var ótrúleg stund að upplifa"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst er það Nottingham Forest sem er spáð 16. sæti í deildinni þetta tímabilið.

Forest fagnar marki.
Forest fagnar marki.
Mynd/Getty Images
Steve Cooper, stjóri Forest.
Steve Cooper, stjóri Forest.
Mynd/Getty Images
Fyrir utan City Ground, heimavöll Nottingham Forest.
Fyrir utan City Ground, heimavöll Nottingham Forest.
Mynd/EPA
Morgan Gibbs-White er fantagóður leikmaður.
Morgan Gibbs-White er fantagóður leikmaður.
Mynd/Getty Images
Verður Brennan Johnson áfram í herbúðum Forest?
Verður Brennan Johnson áfram í herbúðum Forest?
Mynd/Getty Images
Anthony Elanga var keyptur frá Manchester United í sumar.
Anthony Elanga var keyptur frá Manchester United í sumar.
Mynd/Getty Images
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, er mikill stuðningsmaður Nottingham Forest.
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, er mikill stuðningsmaður Nottingham Forest.
Mynd/Úr einkasafni
Jesse Lingard er farinn frá félaginu eftir að hafa ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.
Jesse Lingard er farinn frá félaginu eftir að hafa ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.
Mynd/EPA
Á City Ground þegar Forest vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum umspilsins í Championship-deildinni í fyrra.
Á City Ground þegar Forest vann Sheffield United í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum umspilsins í Championship-deildinni í fyrra.
Mynd/Úr einkasafni
Kemur Dean Henderson áður en glugginn lokar?
Kemur Dean Henderson áður en glugginn lokar?
Mynd/EPA
Ólafur hefur mikla trú á miðjumanninum Danilo.
Ólafur hefur mikla trú á miðjumanninum Danilo.
Mynd/Getty Images
Miðjumaðurinn Ryan Yates er mikilvægur.
Miðjumaðurinn Ryan Yates er mikilvægur.
Mynd/EPA
Forest er spáð 16. sæti.
Forest er spáð 16. sæti.
Mynd/Getty Images
Um Nottingham Forest: Loksins, loksins komst Forest upp í deild þeirra bestu á nýjan leik og það sem meira er þá héldu þeir sér uppi. Forest komst aftur upp í deild þeirra bestu eftir meira en 20 ár í B- og C-deild enska boltans.

Það var afar athyglisvert að fylgjast með síðasta sumarglugga hjá félaginu þar sem meira en 20 nýir leikmenn komu inn, það var í raun bara nýtt lið keypt. Það tók liðið skiljanlega mikinn tíma að spila sig saman en það tókst á endanum og liðið náði að bjarga sér frá falli og verður áfram í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Liðið endaði í 16. sæti á síðasta tímabili.

Forest á marga stuðningsmenn hér á Íslandi sem vona það að félagið nái að bjarga sér frá falldraugnum annað tímabilið í röð.

Stjórinn: Steve Copper er áfram við stjórnvölinn hjá Forest. Það var orðið ansi heitt undir honum um tíma á síðustu leiktíð en hann fékk traustið áfram og náði að bjarga liðinu frá falli. Nottingham Forest var á botni Championship-deildarinnar þegar Cooper tók við árið 2021 en það snerist allt við þegar hann mætti til félagsins. Hann stýrði liðinu í umspilið og svo bar Forest sigur úr býtum gegn Huddersfield í úrslitaleik á Wembley. Þessi fyrrum stjóri Swansea og enska U17 landsliðsins á mikið hrós skilið fyrir það sem hann hefur gert í Nottingham-borg.

Leikmannagluginn: Það hefur verið aðeins rólegra um að litast hjá Forest í þessum sumarglugga en tilfinningin er sú að félagið eigi nú eftir að bæta við sig nokkrum leikmönnum áður en glugganum verður lokað og læst.

Komnir:
Anthony Elanga frá Manchester United - 15 milljónir punda
Chris Wood frá Newcastle - 15 milljónir punda
Ola Aina frá Torino - á frjálsri sölu

Farnir:
Sam Surridge til Nashville - 5 milljónir punda
Josh Bowler til Cardiff - á láni
Jack Colback til QPR - samningur rann út
Cafú til Rotherham - samningur rann út
Lyle Taylor - samningur rann út
André Ayew - samningur rann út
Jesse Lingard - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Forest mun eflaust fá markvörð áður en tímabilið hefst, og Dean Henderson er líklegur til að koma frá Man Utd, en á meðan er Wayne Hennessey í líklegu byrjunarliði.



Lykilmenn: Besti leikmaður Nottingham Forest er Morgan Gibbs-White sem er sóknarsinnaður miðjumaður. Það voru sett stór spurningamerki við það þegar Forest keypti hann fyrir allt að 42 milljónir punda frá Úlfunum síðasta sumar en Steve Cooper þjálfaði hann í U17 landsliði England og þekkir hann vel. Gibbs-White sýndi það á síðustu leiktíð að hann getur verið ansi góður í fótbolta. Brennan Johnson er líka mjög mikilvægur en hann gæti verið á förum ef það berst 50 milljón punda tilboð í hann. Brentford hefur mikinn áhuga á Johnson og er að reyna að kaupa hann. Miðvörðurinn Joe Worrall er þá hjartað í liðinu.

„Forest búið að vera mitt lið í gegnum súrt og sætt í 45 ár."
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi, er mikill stuðningsmaður Nottingham Forest. Auk þess að hafa ástríðu fyrir Nottingham Forest er Ólafur grjótharður stuðningsmaður Reynis Sandgerði og er formaður aðalstjórnar félagsins. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um Forest fyrir tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Nottingham Forest af því að... Líklega af því að þeir voru með besta liðið þegar ég var svona 6 til 8 ára. Reyndar á ég minningu frá því áður en ég lærði að lesa að hafa valið mér að halda með fótboltaliðinu sem átti flottasta merkið. Hvort sem er rétt þá er Forest búið að vera mitt lið í gegnum súrt og sætt í 45 ár.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Já, ég hugsa að hafa verið á vellinum í þegar við unnum Sheffield United í vítaspyrnukeppi á City Ground í umspilinu í Championship-deildinni í fyrra verði seint toppað. Það var ótrúleg stund að upplifa.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það er nú ekki annað hægt en að vera sáttur við síðasta tímabil. Markmiðið var að halda sætinu í deildinni og það tókst. Þó það hafi verið nokkrir leikir sem var erfitt að horfa á, þá komu líka nokkrir sætir sigrar og það var góður kraftur í liðinu á lokasprettinum. Liðið mætir reynslunni ríkari í tímabilið sem er núna framundan en samt vel hungrað í árangur.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég get nú ekki sagt að það séu sterkar hefðir. Ég fer jú oftast í Forest búning á leikdegi og syng með Mull of Kintyre í upphafi leiks. Svo helli ég mér alltaf upp á nýtt kaffi í hálfleik ef ég er heima hjá mér að horfa á leik.

Hvern má ekki vanta í liðið? Miðað við hópinn sem er í dag þá myndi ég halda að Felipe í vörninni sé ómissandi leikmaður og svo spilar liðið betur þegar baráttunaglinn Ryan Yates er á miðjunni. Þetta eru kannski ekki leikmennirnir sem eru stærstu stjörnurnar, en þeir eru ákaflega mikilvægir fyrir Forest liðið.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ætli breiddin í hópnum sé ekki veikasti hlekkurinn. Við erum til dæmis bara með einn hágæða senter, erum bara með einn markmann eins og er, vinstri bakvörðurinn okkar er meiddur og leikmennirnir á jaðrinum í hópnum virðast ekki nógu sterkir til að grípa tækifærin þegar þeir fá þau.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Ég held að brasíliska ungstirnið Danilo eigi eftir að slá í gegn í vetur. Hann sýndi það í lok síðasta tímabils að hann hefur alla burði til að komast í hóp þeirra allra bestu og hefur verið að fara vel af stað í leikjunum á undirbúningstímabilinu.

Við þurfum að kaupa... Við þurfum helst að kaupa fjóra leikmenn áður en tímabilið hefst. Mestu skiptir að við fáum markmann, hvor sem það verður Dean Henderson eða einhver annar sem hefur getuna til að standa sig í úrvalsdeildinni. Síðan vantar okkur vinstri bakvörð, senter sem getur leyst Awoniyi af og helst einn hágæða miðjumann.

Hvað finnst þér um stjórann? Steve Cooper er frábær. Hann hefur gjörbreytt ekki bara liðinu heldur öllum klúbbnum. Leikmennirnir hafa trú á honum og hann hefur trú á þeim auk þess sem hann er elskaður af stuðningsfólki liðsins. Ætli orðin agi, umhyggja, gleði og sigurvilji lýsi ekki ágætlega hans vinnubrögðum. Ég vona svo sannarlega að hann verði hjá okkur í Forest sem allra lengst.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég hef góða tilfinningu fyrir komandi tímabili. Það búa allir af reynslunni frá síðasta tímabili og ef það tekst að styrkja hópinn skynsamlega og komast hjá meiðslum lykilmanna gæti þetta orðið mjög svo skemmtilegur vetur hjá okkur Forest-fólki. Nottingham Forest er sannarlega félag sem hefur burði til að vera í hópi þeirra tíu bestu og við erum á leiðinni þangað, þó svo að það geti enn verið tvö til þrjú tímabil í að við komumst í þann toppklassa sem við viljum sjálf tilheyra.

Hvar endar liðið? Ég held að við verðum nálægt miðri deild þetta tímabilið. Það að ná að slíta sig frá harðasta fallbaráttuslagnum mun teljast ásættanlegur árangur. Í sumarbjartsýni leyfi ég mér að spá því að við endum í 12. sæti næsta vor.

Nottingham Forest hefur leik í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu laugardaginn 12. ágúst gegn Arsenal á útivelli.

x
Athugasemdir
banner