FH vann stórsigur á KR á Kaplakrikavelli í kvöld þegar þeir lögðu þá 4-0 í 19.umferð Pepsí-deildar karla. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög ánægður með spilamennskuna hjá sínu liði gegn góðu KR liði.
„Mér líður mjög vel, þetta var ánægjulegt, þrjú stig og fjögur mörk og við héldum hreinu. Miðað við marga leiki undanfarið vörðumst við vel og nýttum færin okkar vel en spilamennskan var mjög góð gegn KR liði sem var á góðu skriði og er gott fótboltalið."
FH jafna KR af stigum og minnka markatöluna heldur betur til muna með þessum sigri en nú munar aðeins tveim mörkum á liðunum. Ólafur sagði að þeir hefðu lagt leikinn fyrst og fremst upp með því að ætla að sigra hann en einnig reyna að laga markatöluna.
Fyrir leikinn var fyrst og fremst fókus á það að vinna leikinn og svo var það auðvitað bónus að laga markatöluna aðeins, auðvitað vildi maður sækja fimmta markið. Þetta verður spennandi, það er þrjár umferðir eftir og það eru erfiðir leikir, þetta jafnaði þetta aðeins."
Robbie Crawford skoraði tvö mörk, Jákup Thomsen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og svo skoraði Þórir Jóhann Helgason eftir rúmlega mínútu í sínum fyrsta leik fyrir FH. Ólafur var gríðalega ánægður með að þeir hefðu allir skorað í dag.
„Robbie gerir tvö og það er mjög ánægjulegt, hann hefur verið að pota inn mörkum hér og þar. Jákup er búinn að vera að spila leiki og það hefur ekki dottið fyrir hann með markaskorun og það er mjög gott fyrir hann að skora. Það er frábært fyrir Þóri að skora í fyrsta leik, hann er mjög efnilegur."
Athugasemdir