Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mathias Rosenörn í FH (Staðfest)
Mathias Rosenörn.
Mathias Rosenörn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn er genginn í raðir FH eftir að hafa verið á mála hjá Stjörnunni á síðasta tímabili.

Hann gerir tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Rosenörn er 31 árs Dani sem kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2023 og varði þá mark Keflavíkur. Hann samdi svo við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil og var þar í samkeppni við Árna Snæ Ólafsson.

Hjá FH eru fyrir Sindri Kristinn Ólafsson og Daði Freyr Arnarsson en líklegt er að Rosenörn verði aðalmarkvörður.

Rosenörn er þriðji leikmaðurinn sem FH krækir í þennan veturinn en áður komu þeir Bragi Karl Bjarkason frá ÍR og Birkir Valur Jónsson frá HK.
Athugasemdir
banner
banner