Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 07. maí 2018 22:16
Ingólfur Stefánsson
Laugi: Fullt af hæfileikum og gæðum í þessum hóp
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur var hundfúll eftir 2-0 tap gegn Grindavík í kvöld.

„Það er hundfúlt að tapa á heimavelli og ná ekki í þessi þrjú stig sem við ætluðum okkur að ná í."

Björn Berg Bryde kom Grindvíkingum yfir eftir aukaspyrnu í síðari hálfleik. Laugi segir að eftir það hafi Keflvíkingar misst tökin á leiknum.

„Það var búið að vera mikið jafnvægi í leiknum þegar þessi aukaspyrna kemur og þeir skora upp úr henni og þá fannst mér svolítið missa tökin á okkar leik og fáum svo á okkur annað mark og þá var þetta erfitt."

Keflavík náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum og Laugi segir að það sé verkefni sem þarf að fara í og leysa.

„Við viljum skapa okkur fleiri færi og við viljum skora mörk."

Keflvíkingar heimsækja Breiðablik í Kópavoginn í næstu umferð.

„Það er þannig í þessari deild að liðin eru góð og öll þessi verkefni eru erfið og við nálgumst það á ákveðin hátt og förum að undirbúa okkur strax á morgun."

„Við erum með hóp til að gera hluti í þessari deild og ætlum okkur að gera það. Við munum snúa bökum saman og erum ekkert að hugsa um aðra hluti. Þetta er hópurinn sem við ætlum að vinna með og það er fullt af hæfileikum og gæðum í þessum hóp."
Athugasemdir
banner
banner