Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur var hundfúll eftir 2-0 tap gegn Grindavík í kvöld.
„Það er hundfúlt að tapa á heimavelli og ná ekki í þessi þrjú stig sem við ætluðum okkur að ná í."
Björn Berg Bryde kom Grindvíkingum yfir eftir aukaspyrnu í síðari hálfleik. Laugi segir að eftir það hafi Keflvíkingar misst tökin á leiknum.
„Það var búið að vera mikið jafnvægi í leiknum þegar þessi aukaspyrna kemur og þeir skora upp úr henni og þá fannst mér svolítið missa tökin á okkar leik og fáum svo á okkur annað mark og þá var þetta erfitt."
Keflavík náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum og Laugi segir að það sé verkefni sem þarf að fara í og leysa.
„Við viljum skapa okkur fleiri færi og við viljum skora mörk."
Keflvíkingar heimsækja Breiðablik í Kópavoginn í næstu umferð.
„Það er þannig í þessari deild að liðin eru góð og öll þessi verkefni eru erfið og við nálgumst það á ákveðin hátt og förum að undirbúa okkur strax á morgun."
„Við erum með hóp til að gera hluti í þessari deild og ætlum okkur að gera það. Við munum snúa bökum saman og erum ekkert að hugsa um aðra hluti. Þetta er hópurinn sem við ætlum að vinna með og það er fullt af hæfileikum og gæðum í þessum hóp."
„Það er hundfúlt að tapa á heimavelli og ná ekki í þessi þrjú stig sem við ætluðum okkur að ná í."
Björn Berg Bryde kom Grindvíkingum yfir eftir aukaspyrnu í síðari hálfleik. Laugi segir að eftir það hafi Keflvíkingar misst tökin á leiknum.
„Það var búið að vera mikið jafnvægi í leiknum þegar þessi aukaspyrna kemur og þeir skora upp úr henni og þá fannst mér svolítið missa tökin á okkar leik og fáum svo á okkur annað mark og þá var þetta erfitt."
Keflavík náðu ekki að skapa sér mörg færi í leiknum og Laugi segir að það sé verkefni sem þarf að fara í og leysa.
„Við viljum skapa okkur fleiri færi og við viljum skora mörk."
Keflvíkingar heimsækja Breiðablik í Kópavoginn í næstu umferð.
„Það er þannig í þessari deild að liðin eru góð og öll þessi verkefni eru erfið og við nálgumst það á ákveðin hátt og förum að undirbúa okkur strax á morgun."
„Við erum með hóp til að gera hluti í þessari deild og ætlum okkur að gera það. Við munum snúa bökum saman og erum ekkert að hugsa um aðra hluti. Þetta er hópurinn sem við ætlum að vinna með og það er fullt af hæfileikum og gæðum í þessum hóp."
Athugasemdir