Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stebbi Þórðar fer í þjálfun hjá ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
ÍA tilkynnti í dag að Stefán Þór Þórðarson væri að taka við starfi hjá félaignu. Stefán lék á sínum tíma yfir 130 leiki fyrir félagið. Hann á að baki sex A-landsleiki og langan atvinnumannaferil.

Stefán er 49 ára og lék sem framherji á sínum ferli. Erlendis lék hann með Öster, Brann, Kongsvinger, Uerdingen, Stoke, Norrköping og Vaduz. Hann er faðir Olivers Stefánssonar sem leikið hefur með U21 landsliðinu og ÍA undanfarin ár.

Stefán mun þjálfa 2.flokk drengja sem og halda utan um einstaklingsmiðaða þjálfun þvert á flokka félagsins með það að markmiði að aðstoða leikmenn við að ná hámarksárangri.

„Við erum bæði spennt og ánægð yfir því að fá Stefán Þór til starfa hjá félaginu og væntum þess að reynsla hans og þekking nýtist í starfi félagsins á komandi tímum," segir í tilkynningu ÍA. Stefán hefur störf hjá ÍA á nýju ári.


Athugasemdir
banner
banner