Úrúgvæski miðjumaðurinn Fabricio Díaz er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Al-Gharafa í Katar þrátt fyrir áhuga frá Barcelona og Brighton.
Díaz er 20 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður í U20 landsliði Úrúgvæ, þar sem hann á 10 mörk í 32 leikjum. Auk þess hefur hann verið byrjunarliðsmaður hjá Liverpool Montevideo í heimalandinu síðustu þrjú ár, eða frá 17 ára aldri.
Diaz er öflugur miðjumaður þar sem hann er bæði sterkur varnarlega og sóknarlega, þrátt fyrir að vera varnartengiliður að upplagi.
Al-Gharafa borgar um 6 milljónir evra fyrir leikmanninn og er ljóst að kaupverðið var ekki vandamál fyrir áhugasöm félög í Evrópu. Hann fær svakaleg laun hjá Al-Gharafa og mun leika lykilhlutverk í liðinu.
Hjá Al-Gharafa mun Diaz leika ásamt brasilíska miðverðinum Lyanco sem er á lánssamningi frá Southampton út tímabilið.
????? ???????? .. ???????? ???? ????
— AL GHARAFA SC | ???? ??????? (@ALGHARAFACLUB) September 18, 2023
?????? ???? ??? ???????? ????????? ?????? ????-?? ????#??????? | #????????_?????? pic.twitter.com/ZIaL9s4YCE