Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. september 2021 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías hefur rætt við nokkur félög
Alfreð Elías á hliðarlínunni í sumar.
Alfreð Elías á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Grindavík er eitt af þeim liðum sem hafa heyrt í mér en það er ekkert frágengið," sagði Alfreð Elías Jóhannsson við Fótbolta.net en hann hefur verið orðaður við þjálfarastarfið í Grindavík eftir að ljóst var að Sigurbjörn Hreiðarsson myndi hætta. Hann segir ýmisa aðra möguleika í stöðunni.

Alfreð Elías þjálfaði kvennalið Selfoss undanfarin fimm ár og gerði liðið að bikarmeisturum árið 2019 og svo meistara meistaranna á síðasta ári.

Hann tilkynnti eftir að tímabilinu lauk að hann hyggðist róa á önnur mið nú þegar tímabilinu er lokið.

„Ég hef fengið símtöl og átt viðræður við lið í Pepsi Max-deild kvenna sem og 1. og 2. deild karla en er ekki búinn að festa neitt og það er ekkert í hendi ennþá," bætti hann við í dag.

Búast má við að mikið verði um þjálfarabreytingar á næstu vikum en þegar er staðfest að auk kvennaliða Selfoss, Breiðabliks, Fylkis og ÍBV muni karlalið Grindavíkur, Gróttu, Fjölnis, ÍBV og Þórs skipta um þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner