Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   þri 27. febrúar 2024 19:27
Sverrir Örn Einarsson
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Icelandair
Telma Ívarsdóttir
Telma Ívarsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir stóð á milli stanganna í liði Íslands á Kópavogsvelli í dag þegar liðið mætti Serbíu í umspili Þjóðardeildar UEFA. íslands bar þar sigur úr býtum 2-1 og tryggði sér þar með áframhaldandi veru í A-deild Þjóðardeildarinnar. Tilfinningin hefur væntanlega verið góð fyrir Telmu í leikslok sem var ekkert að fjölyrða um það.„Já tilfinningin er virkilega góð og mér hefur sjaldan liðið betur.“

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Ísland en Telma mátti sjá á eftir boltanum í netið strax eftir um sex mínútna leik eftir röð óheppilegra atvika og brekka dagsins því fyrir vikið ögn brattari.

„Ég hafði samt alltaf fulla trú á liðinu og við vorum alveg með þær í seinni hálfleik þannig að ég hafði aldrei neinar áhyggjur. Ég vissi að við kæmum brjálaðar til baka eftir að hafa fengið þetta mark á okkur eftir sex mínútur. Það var nóg eftir á þeim tímapunkti svo ég hafði ekki áhyggjur en vissulega leiðinlegt að byrja leikinn svona.“

Telma stóð líkt og áður segir í markinu í dag en vænta má þess að gríðarleg samkeppni verði um stöðu markvarðar landsliðins á komandi árum en bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru til að mynda fjarverandi vegna meiðsla. Ákveðin forréttindastaða að eiga jafn marga frambærilega markverði og raun ber vitni?

„Gríðarlega mikilvægt og sérstaklega fyrir svona litla þjóð eins og okkur. Við erum með gríðarlega góða markmenn í þessum hóp. Cessa meidd og Fanney líka þannig að það er nóg í boði og gríðarlega gaman að sjá hvað við erum sterkar og góðar,“
Sagði Telma og bætti við um það hvort ekki væri auðvelt að halda sér á tánum í svona samkeppni?

„Jú auðvitað, maður er alltaf á tánum. Þú værir ekki í landsliðinu nema þú værir á tánum þannig að það er alltaf samkeppni sama hvað.“

Sagði Telma en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner