Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 27. febrúar 2024 19:27
Sverrir Örn Einarsson
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Icelandair
Telma Ívarsdóttir
Telma Ívarsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir stóð á milli stanganna í liði Íslands á Kópavogsvelli í dag þegar liðið mætti Serbíu í umspili Þjóðardeildar UEFA. íslands bar þar sigur úr býtum 2-1 og tryggði sér þar með áframhaldandi veru í A-deild Þjóðardeildarinnar. Tilfinningin hefur væntanlega verið góð fyrir Telmu í leikslok sem var ekkert að fjölyrða um það.„Já tilfinningin er virkilega góð og mér hefur sjaldan liðið betur.“

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Ísland en Telma mátti sjá á eftir boltanum í netið strax eftir um sex mínútna leik eftir röð óheppilegra atvika og brekka dagsins því fyrir vikið ögn brattari.

„Ég hafði samt alltaf fulla trú á liðinu og við vorum alveg með þær í seinni hálfleik þannig að ég hafði aldrei neinar áhyggjur. Ég vissi að við kæmum brjálaðar til baka eftir að hafa fengið þetta mark á okkur eftir sex mínútur. Það var nóg eftir á þeim tímapunkti svo ég hafði ekki áhyggjur en vissulega leiðinlegt að byrja leikinn svona.“

Telma stóð líkt og áður segir í markinu í dag en vænta má þess að gríðarleg samkeppni verði um stöðu markvarðar landsliðins á komandi árum en bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru til að mynda fjarverandi vegna meiðsla. Ákveðin forréttindastaða að eiga jafn marga frambærilega markverði og raun ber vitni?

„Gríðarlega mikilvægt og sérstaklega fyrir svona litla þjóð eins og okkur. Við erum með gríðarlega góða markmenn í þessum hóp. Cessa meidd og Fanney líka þannig að það er nóg í boði og gríðarlega gaman að sjá hvað við erum sterkar og góðar,“
Sagði Telma og bætti við um það hvort ekki væri auðvelt að halda sér á tánum í svona samkeppni?

„Jú auðvitað, maður er alltaf á tánum. Þú værir ekki í landsliðinu nema þú værir á tánum þannig að það er alltaf samkeppni sama hvað.“

Sagði Telma en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner