Telma Ívarsdóttir stóð á milli stanganna í liði Íslands á Kópavogsvelli í dag þegar liðið mætti Serbíu í umspili Þjóðardeildar UEFA. íslands bar þar sigur úr býtum 2-1 og tryggði sér þar með áframhaldandi veru í A-deild Þjóðardeildarinnar. Tilfinningin hefur væntanlega verið góð fyrir Telmu í leikslok sem var ekkert að fjölyrða um það.„Já tilfinningin er virkilega góð og mér hefur sjaldan liðið betur.“
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 1 Serbía
Leikurinn byrjaði þó brösulega fyrir Ísland en Telma mátti sjá á eftir boltanum í netið strax eftir um sex mínútna leik eftir röð óheppilegra atvika og brekka dagsins því fyrir vikið ögn brattari.
„Ég hafði samt alltaf fulla trú á liðinu og við vorum alveg með þær í seinni hálfleik þannig að ég hafði aldrei neinar áhyggjur. Ég vissi að við kæmum brjálaðar til baka eftir að hafa fengið þetta mark á okkur eftir sex mínútur. Það var nóg eftir á þeim tímapunkti svo ég hafði ekki áhyggjur en vissulega leiðinlegt að byrja leikinn svona.“
Telma stóð líkt og áður segir í markinu í dag en vænta má þess að gríðarleg samkeppni verði um stöðu markvarðar landsliðins á komandi árum en bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru til að mynda fjarverandi vegna meiðsla. Ákveðin forréttindastaða að eiga jafn marga frambærilega markverði og raun ber vitni?
„Gríðarlega mikilvægt og sérstaklega fyrir svona litla þjóð eins og okkur. Við erum með gríðarlega góða markmenn í þessum hóp. Cessa meidd og Fanney líka þannig að það er nóg í boði og gríðarlega gaman að sjá hvað við erum sterkar og góðar,“
Sagði Telma og bætti við um það hvort ekki væri auðvelt að halda sér á tánum í svona samkeppni?
„Jú auðvitað, maður er alltaf á tánum. Þú værir ekki í landsliðinu nema þú værir á tánum þannig að það er alltaf samkeppni sama hvað.“
Sagði Telma en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir