Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
mið 27.mar 2024 16:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Myndi gera hvað sem er fyrir þetta félag

Súðvíkingurinn Elmar Atli Garðarsson upplifði einn sinn stærsta draum síðasta haust þegar Vestri, félagið sem hann hefur alla tíð spilað með, komst upp í Bestu deildina. Elmar mun í sumar leiða sína menn út á völlinn er þeir spila við bestu lið landsins í hverri viku. Elmar tók ungur við fyrirliðabandinu hjá Vestra og má með sanni segja að hann sé hjartað í liðinu.

Elmar með Samma frænda sínum eftir að Vestri tryggði sig upp í Bestu deildina síðasta haust.
Elmar með Samma frænda sínum eftir að Vestri tryggði sig upp í Bestu deildina síðasta haust.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leiknum á Laugardalsvelli.
Í leiknum á Laugardalsvelli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er ekki hægt að lýsa þessu, það voru rosalega miklar tilfinningar'
'Það er ekki hægt að lýsa þessu, það voru rosalega miklar tilfinningar'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað í úrslitakeppninni.
Fagnað í úrslitakeppninni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með Ella Balda.
Með Ella Balda.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar byrjaði að spila með meistaraflokki Vestra þegar hann var 17 ára.
Elmar byrjaði að spila með meistaraflokki Vestra þegar hann var 17 ára.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jörundur Áki Sveinsson.
Jörundur Áki Sveinsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður er alltaf þvílíkt stoltur að bera fyrirliðabandið hjá sínu heimaliði. Þú ert með alltaf samfélagið á bak við þig hérna og að vera fyrirliði þessa liðs er ótrúlega mikill heiður'
'Maður er alltaf þvílíkt stoltur að bera fyrirliðabandið hjá sínu heimaliði. Þú ert með alltaf samfélagið á bak við þig hérna og að vera fyrirliði þessa liðs er ótrúlega mikill heiður'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar í leik á síðasta tímabili.
Elmar í leik á síðasta tímabili.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Manni þykir rosalega vænt um þetta félag. Þetta er í raun bara eitt af börnunum'
'Manni þykir rosalega vænt um þetta félag. Þetta er í raun bara eitt af börnunum'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stemning hjá stuðningsmönnum Vestra.
Stemning hjá stuðningsmönnum Vestra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einstakur.
Einstakur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það var geggjað að alast upp í Súðavík og ég hefði ekki kosið neinn annan stað'
'Það var geggjað að alast upp í Súðavík og ég hefði ekki kosið neinn annan stað'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestramönnum er spáð tíunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Vestramönnum er spáð tíunda sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Vonandi verður þetta geggjað'
'Vonandi verður þetta geggjað'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Vestri
Hin hliðin - Pétur Bjarnason (Vestri)

„Mig hafði dreymt um þetta frá því ég byrjaði í þessu," segir Elmar í samtali við Fótbolta.net þegar hann er beðinn um að rifja upp það sem gerðist að kvöldi 30. september síðastliðins. Undir flóðljósunum á Laugardalsvelli tryggði Vestri sér sæti í Bestu deildinni.

„Ég hafði kannski ekki alveg trú á því að þetta myndi gerast fyrr en fyrir tímabilið í fyrra. En allt sem við lögðum upp með gekk upp og það hentaði okkur vel sem liði að hafa úrslitakeppnina, að spila þannig leiki. Þetta var draumi líkast."

Mynd af Laugardalsvelli inn í klefa
Það var skýrt markmið hjá Vestra að komast í þessa nýformuðu úrslitakeppni, og það tókst.

„Maður horfði á þessa mynd á hverjum einasta degi"

„Þegar tíu leikir voru búnir þá var okkur farið að líða þannig að það var erfitt að sjá okkur tapa leik restina af sumrinu. Við vissum að ef við myndum vinna flesta leikina sem voru eftir, að þá myndum við pottþétt komast í úrslitakeppnina. Um leið og við tryggðum okkur í hana, þá trúði maður ekki öðru en að við myndum fara á Laugardalsvöll," segir Elmar.

„Það var mynd af Laugardalsvellinum inn í klefa hjá okkur frá því í byrjun ágúst. Það var alltaf markmiðið að komast þangað og við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik þegar í hann var komið. Maður horfði á þessa mynd á hverjum einasta degi og þetta var komið í hausinn á manni. 'Við erum á leiðinni þangað'. Kannski var það í undirmeðvitundinni hjá okkur öllum að við værum að fara þangað. Svo komumst við alltaf nær og nær, og svo tryggðum við okkur þennan leik."

Hrundi niður í jörðina
Vestri spilaði við Aftureldingu í úrslitaleiknum, lið sem hafði verið á toppnum og taplaust í Lengjudeildinni lengi vel. En það var ekki hægt að afskrifa Vestra í svona leik og þeir unnu að lokum 1-0 sigur eftir framlengingu.

„Maður hrundi bara niður í jörðina og fór að hágrenja"

„Þegar það voru 118 mínútur búnar og við 1-0 yfir, þá kom í hausinn á manni hvað ég væri að fara að gera þegar dómarinn væri búinn að flauta af. Ég sagði við sjálfan mig: 'Ekki fara að gráta'. Þegar hann flautaði af þá ætlaði ég að taka eitthvað af stað en maður hrundi bara niður í jörðina og fór að hágrenja. Það er ekki hægt að lýsa þessu, það voru rosalega miklar tilfinningar. Ég veit ekki hvort aðrir í liðinu hafi upplifað þetta á sama hátt og ég verandi búinn að vera lengst í þessu af þessum heimastrákum sem voru í fyrra. Þetta var kannski enn stærra fyrir mig og var bara alveg ólýsanlegt. Ég veit ekki hvað maður getur sagt meira."

Að spila í Bestu deildinni með Vestra var ekki alltaf raunhæfur draumur.

„Þegar ég var að byrja í þessu þá var maður var bara að njóta þess að spila með meistaraflokki. Maður var ekki beint að pæla í þessum hlutum. Svo förum við niður árið eftir að ég byrjaði að spila og þá var þetta gríðarlega fjarlægur draumur. Eins og ég sagði áðan þá hafði maður kannski almennilega trú á þessu fyrr en fyrir tímabilið í fyrra, að við gætum þetta. Þá kom í ljós að það yrði þessi úrslitakeppni. Það var markmiðið okkar fyrir mót að komast í hana. Við vissum að ef við myndum komast þangað, að þá myndum við fara alla leið. Og það gerðist."

Gleymi því aldrei
Það er óhætt að fullyrða það að Elmar sé goðsögn hjá Vestra en hann hefur spilað með meistaraflokki félagsins frá 2014, þegar hann var 17 ára gamall.

„Ég gleymi aldrei þessu augnabliki," segir Elmar um það þegar hann fékk að vita að hann myndi spila sinn fyrsta leik með meistaraflokki. „Jörundur Áki (Sveinsson) var að þjálfa liðið á þessum tíma og hann pikkar í mig þegar það er vika í mót. Vinstri bakvörðurinn í liðinu á þessum tíma var Hafsteinn Rúnar Helgason og hann var í banni í fyrsta leik. Jörundur fékk mig inn á skrifstofu til sín og segir við mig að ég sé að fara að byrja fyrsta leik í vinstri bakverði. Spurði hvort ég væri ekki klár í það og ég sagði bara: 'Jú, auðvitað'. Hann sagði svo við mig að frá og með þessum degi væri ég bara að fara að æfa með þeim, meistaraflokknum. Ég er tekinn inn í lok apríl og svo er fyrsti leikur í byrjun maí."

„Í minningunni var ég stressaður en maður var búinn að stefna að þessu frá maður byrjaði að æfa fótbolta og ég leit þvílíkt upp til þessara stráka sem voru þarna. Ég reyndi að njóta augnabliksins þegar þetta var. Ég spilaði fullt af leikjum þarna áður en ég meiðist um mitt mót og það gekk gríðarlega vel."

Boltasækir eða í stúkunni
Elmar var vanur að mæta á alla leiki sem hann gat komist á hjá Vestra áður en hann steig sjálfur inn í meistaraflokkinn. Leikmenn eins og Sigurgeir Sveinn Gíslason og Andri Rúnar Bjarnason voru hetjurnar hans á þessum tíma og þarna var hann farinn að spila með þeim.

„Að vera fyrirliði þessa liðs er ótrúlega mikill heiður"

„Maður mætti alltaf á alla leiki, var boltasækir eða í stúkunni að horfa. Það var stór partur af sumrinu að horfa á leikina sem maður gat komist á. Það var alltaf draumur að spila sjálfur," segir Elmar en þegar hann er 19 ára gamall er hann gerður að fyrirliða.

„Ég fæ fyrirliðabandið fyrst 2016 og þá er Joe Funicello þjálfari. Þá er ég bara nýorðinn 19 ára. Það var þvílíkt mikill heiður fyrir mig. Það er kannski ósanngjarnt að segja að maður hafi verið tilbúinn en þegar hann bað mig um þetta þá svarar maður því bara játandi og ég reyni að gera þetta eins vel og ég get. Maður hefur lært svo ótrúlega mikið af þessu. Munurinn á mér þá og núna hvað þetta varðar er gríðarlega mikill, en maður er alltaf þvílíkt stoltur að bera fyrirliðabandið hjá sínu heimaliði. Þú ert með alltaf samfélagið á bak við þig hérna og að vera fyrirliði þessa liðs er ótrúlega mikill heiður," segir varnarmaðurinn öflugi.

Bjarni Jó setti nýjan standard
Vestri komst aftur upp í Lengjudeildina fyrir tímabilið 2020 og þá var reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson að þjálfa liðið.

„Bjarni Jó setti nýjan standard fyrir félagið sem hefur haldist frá því hann var. Það var komin umgjörð í kringum leiki hjá okkur og þetta var miklu fagmannlegra. Það var fullt af litlum atriðum; agareglur, mæta á réttum tíma, mæta rétt klæddur og þú tekur í höndina á öllum þegar þú mætir. Svona atriði sem þú heldur kannski ekki að breyta miklu en þau gera það á endanum," segir Elmar og bætir við: „Bjarni er geggjaður gæi og það er þvílíkur heiður að hafa spilað fyrir hann."

Sumarið 2021 tekur Jón Þór Hauksson við liðinu á miðju tímabili og gerði hann góða hluti.

„Það ár vorum við með ógeðslega gott lið á pappír en kannski gekk ekki alveg nægilega vel í byrjun. Við vorum samt á ágætis stað. Ég held að Jón Þór hafi séð það þegar hann fékk tækifæri til að taka við að það var hellingur í þessu liði. Við gerum vel eftir að hann tekur við, bæði í deild og bikar."

Stuttu fyrir 2022 tímabilið hættir Jón Þór til að taka við ÍA og það gengur í kjölfarið illa að finna þjálfara. Vestri endaði það sumar í tíunda sæti.

„Árið 2022 héldum við kannski að við værum að fara að vinna deildina með Jón Þór sem þjálfara. Það var mjög mikið högg að missa hann og vera í meira en mánuð þjálfaralausir. Ég og Sammi (formaður meistaraflokksráðs karla) erum mjög góðir félagar og tölum mikið saman. Ég veit ekki hversu mörg nöfn maður fékk frá honum á þessum tíma sem þeir voru búnir að tala við. Þetta var ótrúlega erfiður tími og það hafði mikil áhrif þegar maður heyrði að hann (Jón Þór) væri að fara. Menn urðu svolítið leiðir eftir þetta. Ég held það sé ekkert út á Gunnar Heiðar (Þorvaldsson, sem tók við Vestra) að setja. Ég held að hver sem hefði tekið við á þessum tíma hefði lent í erfiðleikum."

Var orðinn þreyttur
Davíð Smári Lamude tekur svo við Vestra fyrir síðasta tímabil og með honum kemur ákveðinn stöðugleiki.

„Davíð Smári hefur gert helling frá því hann tók við. Ef ég tala bara fyrir mig sjálfan þá var ég persónulega orðinn þreyttur á fótbolta og íhugaði á þeim tíma að taka mér pásu. Ég var búinn að eignast lítið barn og annað á leiðinni. Mig langaði að taka mér smá pásu en eftir einn fund með Davíð var ég alveg staðráðinn í að taka tímabilið í fyrr af fullum krafti. Það er með betri ákvörðunum sem maður hefur tekið núna," segir Elmar.

Þykir rosalega vænt um félagið
Eins og áður segir þá hefur Elmar Atli spilað með Vestra allan sinn feril og hefur í raun ekki komið til greina fyrir hann að fara í annað félag.

„Þetta er í raun bara eitt af börnunum"

„Þegar maður var yngri ætlaði maður að spila í ensku úrvalsdeildinni en ég hef aldrei verið nálægt því að fara eitthvað annað. Maður hefur frekar verið nálægt því að taka pásu en að fara eitthvað annað," segir Elmar.

„Það eru kannski ekki margir sem hafa spilað svona lengi hérna. Manni þykir rosalega vænt um þetta félag. Þetta er í raun bara eitt af börnunum, bara þannig dæmi. Ég myndi gera hvað sem er fyrir félagið og ef það þarf að gera eitthvað, þá er ég fyrsti maður til að stökkva til og hjálpa."

Samfélagið á Vestfjörðum er skemmtilegt og það má búast við góðri stemningu þegar liðið mætir til leiks í Bestu deildinni í sumar.

„Maður fær alveg að heyra það í vinnunni á mánudegi hvað klikkaði í leiknum og hvað þarf að laga. Það eru allir sem fylgjast vel með og það er ekki gaman þegar það gengur ekki nógu vel, en á sama tíma mjög gaman þegar það gengur vel eins og í fyrra," segir Elmar.

Sammi einstakur
Elmar er einhver mesta goðsögn Vestra en það er líka maðurinn á bak við tjöldin, Samúel Samúelsson. Hann er formaður meistaraflokksráðs og leggur gríðarlega vinnu í að gera gott fyrir félagið.

„Það er ógeðslega mikið af fólki í kringum félagið sem er að gera sitt allra besta," segir Elmar og heldur áfram:

„Sammi er alveg einstakur en við erum náskyldir frændur. Mömmur okkar eru systur, alveg það skyldir. Það er mikið skap í ættinni okkar sem þarf til að geta djöflast í þessu svona lengi. Hann er alveg einstakur gæi og þú finnur engan honum líkan. Hann lifir bara fyrir þetta dæmi. Þetta hefur verið draumurinn frá því hann tók við þessu, þetta var markmiðið."

Búinn að koma sér vel fyrir í Súðavík
Elmar er búinn að koma sér vel fyrir í heimabænum sínum, Súðavík. Þar vinnur hann sem smiður ásamt því að spila fótbolta.

„Það líður flestum vel heima hjá sér og þannig er þetta fyrir mig"

„Ég tók þrjá vetur í Reykjavík þegar kærasta mín var að klára skóla en ég var alltaf með það í hausnum að fara aftur vestur um sumarið. Það var geggjað að alast upp í Súðavík og ég hefði ekki kosið neinn annan stað. Þetta er lítið bæjarfélag en mjög samheldið. Fótboltavöllurinn er við hliðina á húsinu hjá mömmu og pabba. Maður var þar öll kvöld og það var kallað í mann þegar það var kvöldmatur. Ég hljóp inn, kláraði af disknum og fór svo aftur út í fótbolta. Maður var alltaf úti að leika sér eitthvað," segir Elmar.

„Ég flyt aftur til Súðavíkur fyrir 2020 og kaupi mér hús þá með kærustunni minni. Við vorum þá nýbúin að eignast fyrsta barnið okkar. Við ákváðum að flytja til Súðavíkur og þá tek ég við sem meindýraeyðir hérna. Ég hef unnið sem smiður líka frá 2010 eða 2011. Þá byrjaði ég að vinna sem sumarstarfsmaður en þetta er fyrirtæki sem pabbi minn á. Þetta hentar rosalega vel með boltanum. Ég get fengið frí þegar ég þarf, það er alveg góður skilningur fyrir því. Undanfarið hef ég fengið meiri og meiri áhuga á því að smíða og ég er orðinn nokkuð fær í því."

„Veturinn getur orðið frekar erfiður hérna, en þetta er bara mitt heimili. Það líður flestum vel heima hjá sér og þannig er þetta fyrir mig," segir Elmar en hann er gríðarlega spenntur fyrir sumrinu sem er framundan.

„Vonandi verður þetta geggjað. Við erum orðnir þvílíkt spenntir fyrir þessu og getum eiginlega ekki beðið eftir því að byrja þetta. Það er spurningamerki með völlinn og maður er smeykur við það. En það er samt sem áður þvílík spenna fyrir þessu. Það er allt á kafi í snjó fyrir vestan núna en það styttist vonandi í sumarið."
Athugasemdir
banner
banner