lau 29.apr 2023 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson |
|


Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 4. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Því er spáð að Fylkir hoppi upp um tvö sæti frá því í fyrra og endi í fjórða sæti í ár.
Spáin:
1.
2.
3.
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig
Lokastaða í fyrra: Fylkir féll úr Bestu deildinni 2021 en þær náðu ekki að fara beint aftur upp. Liðið endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en það er klárlega ætlunin að gera betur en það í Árbænum í sumar.
Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn þjálfari Fylkis eftir síðustu leiktíð. Gunnar fékk ekki áframhaldandi samning hjá Keflavík í fyrra eftir áralangt starf. Gunnar hafði stýrt Keflavík frá 2016 og er hann með reynslu af því að koma liðum upp úr Lengjudeildinni. Honum til aðstoðar verður Sonný Lára Þráinsdóttir sem um árabil var einn besti markvörður landsins og á að baki fjölda titla sem leikmaður Breiðabliks.
Styrkleikar: Fylkir er með baráttuglatt lið sem gefst ekki upp. Þær pressa hátt og eru beinskeyttar í sínum leik. Þær hafa verið að gera vel á undirbúningstímabilinu og eru með góða blöndu í sínum hópi af reynslumiklum og yngri leikmönnum. Þær hafa fengið eitt tímabil í Lengjudeildinni til að þróa sinn leik og núna er komið að því að taka skref fram á við í þeirri þróun. Það er alltaf stuð í Árbænum og er vel haldið utan um liðið. Þær eru með þjálfara sem hefur reynslu af því að komast upp úr þessari deild.
Veikleikar: Þær eru ekki með neitt rosalega mikla breidd í sínum leikmannahópi og ef það verður mikið um meiðsli og slíkt þá gætu þær lent í vandræðum. Lykilmenn verða að haldast heilar. Sóknarleikurinn var ekki góður og í fyrra en þær skoruðu aðeins 17 mörk í deildinni. Það er eitthvað sem verður að bæta. Þá gerðu þær einnig níu jafntefli en þær verða breyta þeim jafnteflum í sigra.
Lykilmenn: Eva Rut Ásþórsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.
Fylgist með: Sara Dögg Ásþórsdóttir er efnilegur miðjumaður sem var hluti af U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Hefur spilað afar vel á undirbúningstímabilinu og gæti sprungið út í sumar. Einnig verður gaman að sjá Karólínu Jack koma til baka eftir meiðsli.
Komnar
Bergdís Fanney Einarsdóttir frá KR
Katrín Sara Harðardóttir frá Augnabliki
Mist Funadóttir frá Þrótti R.
Rakel Mist Hólmarsdóttir frá Stjörnunni
Viktoría Diljá Halldórsdóttir frá Haukum
Þórhildur Þórhallsdóttir frá Aftureldingu
Farnar
Hulda Hrund Arnarsdóttir til Danmerkur
Klara Mist Karlsdóttir til Stjörnunnar (var á láni)
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir í Víking R.
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir í Smára
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Þrótt R. (var á láni)
Vienna Behnke til Bandaríkjanna
Fylkir er félag sem á heima í efstu deild
„Þetta er fín spá og nokkuð í takt við undirbúningstímabilið, kemur svo sem lítið á óvart," segir Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, í samtali við Fótbolta.net.
„Tímabilið í fyrra var erfitt framan af hjá Fylki. Liðið fór fáliðað inn í mótið en vann vel á og náði í góð úrslit með góðum og öguðum varnarleik."
Hann segir að undirbúningstímabilið hafi heilt yfir gengið vel. „Undirbúningstímabilið hefur heilt yfir gengið vel. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og þetta er einstaklega flottur og samstilltur leikmannahópur. Við höfum spilað mikið af leikjum þar sem margar ungar og efnilegar stelpur hafa fengið fullt af dýrmætum mínútum. Við erum með nokkra lykilleikmenn á meiðslalistanum sem verða væntanlega komnar á fullt fljótlega."
„Það eru alltaf einhverjar mannabreytingar á milli tímabila. Kjarninn frá því í fyrra heldur sér að stórum hluta. Við höfum svo bætt við okkur nokkrum spennandi leikmönnum."
Gunnar býst við skemmtilegri deild í sumar. „Ég held að þetta verði skemmtileg deild þar sem allir leikir verða erfiðir. Það er mikið af góðum liðum og leikmönnum í deildinni."
„Mörg lið hafa verið að bæta við sig leikmönnum rétt fyrir mót og því eru úrslit í Lengjubikarnum mjög villandi á getu liðanna, það á ýmislegt eftir að koma spekingunum á óvart. Fylkir er félag sem á heima í efstu deild og við stefnum klárlega á að spila í deild þeirra bestu að ári. Við gerum okkur aftur á móti grein fyrir að deildin verður erfið og fleiri lið sem stefna á toppsætin tvö."
„Það er gott að vera í Árbænum, vel að málum staðið. Ég hlakka til tímabilsins sem verður án efa stórskemmtilegt. Ég vona svo að fólk mæti á völlinn og styðji stelpurnar í baráttunni sem framundan er," segir Gunnar að lokum.
Fyrstu þrír leikir Fylkis:
2. maí, Fylkir - Afturelding (Würth völlurinn)
12. maí, KR - Fylkir (Meistaravellir)
17. maí, Fylkir - Grindavík (Würth völlurinn)
1.
2.
3.
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig
Lokastaða í fyrra: Fylkir féll úr Bestu deildinni 2021 en þær náðu ekki að fara beint aftur upp. Liðið endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en það er klárlega ætlunin að gera betur en það í Árbænum í sumar.
Þjálfarinn: Gunnar Magnús Jónsson var ráðinn þjálfari Fylkis eftir síðustu leiktíð. Gunnar fékk ekki áframhaldandi samning hjá Keflavík í fyrra eftir áralangt starf. Gunnar hafði stýrt Keflavík frá 2016 og er hann með reynslu af því að koma liðum upp úr Lengjudeildinni. Honum til aðstoðar verður Sonný Lára Þráinsdóttir sem um árabil var einn besti markvörður landsins og á að baki fjölda titla sem leikmaður Breiðabliks.
Styrkleikar: Fylkir er með baráttuglatt lið sem gefst ekki upp. Þær pressa hátt og eru beinskeyttar í sínum leik. Þær hafa verið að gera vel á undirbúningstímabilinu og eru með góða blöndu í sínum hópi af reynslumiklum og yngri leikmönnum. Þær hafa fengið eitt tímabil í Lengjudeildinni til að þróa sinn leik og núna er komið að því að taka skref fram á við í þeirri þróun. Það er alltaf stuð í Árbænum og er vel haldið utan um liðið. Þær eru með þjálfara sem hefur reynslu af því að komast upp úr þessari deild.
Veikleikar: Þær eru ekki með neitt rosalega mikla breidd í sínum leikmannahópi og ef það verður mikið um meiðsli og slíkt þá gætu þær lent í vandræðum. Lykilmenn verða að haldast heilar. Sóknarleikurinn var ekki góður og í fyrra en þær skoruðu aðeins 17 mörk í deildinni. Það er eitthvað sem verður að bæta. Þá gerðu þær einnig níu jafntefli en þær verða breyta þeim jafnteflum í sigra.
Lykilmenn: Eva Rut Ásþórsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir.
Fylgist með: Sara Dögg Ásþórsdóttir er efnilegur miðjumaður sem var hluti af U19 landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Hefur spilað afar vel á undirbúningstímabilinu og gæti sprungið út í sumar. Einnig verður gaman að sjá Karólínu Jack koma til baka eftir meiðsli.
Komnar
Bergdís Fanney Einarsdóttir frá KR
Katrín Sara Harðardóttir frá Augnabliki
Mist Funadóttir frá Þrótti R.
Rakel Mist Hólmarsdóttir frá Stjörnunni
Viktoría Diljá Halldórsdóttir frá Haukum
Þórhildur Þórhallsdóttir frá Aftureldingu
Farnar
Hulda Hrund Arnarsdóttir til Danmerkur
Klara Mist Karlsdóttir til Stjörnunnar (var á láni)
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir í Víking R.
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir í Smára
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í Þrótt R. (var á láni)
Vienna Behnke til Bandaríkjanna
Fylkir er félag sem á heima í efstu deild
„Þetta er fín spá og nokkuð í takt við undirbúningstímabilið, kemur svo sem lítið á óvart," segir Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, í samtali við Fótbolta.net.
„Tímabilið í fyrra var erfitt framan af hjá Fylki. Liðið fór fáliðað inn í mótið en vann vel á og náði í góð úrslit með góðum og öguðum varnarleik."
Hann segir að undirbúningstímabilið hafi heilt yfir gengið vel. „Undirbúningstímabilið hefur heilt yfir gengið vel. Stelpurnar hafa lagt mikið á sig og þetta er einstaklega flottur og samstilltur leikmannahópur. Við höfum spilað mikið af leikjum þar sem margar ungar og efnilegar stelpur hafa fengið fullt af dýrmætum mínútum. Við erum með nokkra lykilleikmenn á meiðslalistanum sem verða væntanlega komnar á fullt fljótlega."
„Það eru alltaf einhverjar mannabreytingar á milli tímabila. Kjarninn frá því í fyrra heldur sér að stórum hluta. Við höfum svo bætt við okkur nokkrum spennandi leikmönnum."
Gunnar býst við skemmtilegri deild í sumar. „Ég held að þetta verði skemmtileg deild þar sem allir leikir verða erfiðir. Það er mikið af góðum liðum og leikmönnum í deildinni."
„Mörg lið hafa verið að bæta við sig leikmönnum rétt fyrir mót og því eru úrslit í Lengjubikarnum mjög villandi á getu liðanna, það á ýmislegt eftir að koma spekingunum á óvart. Fylkir er félag sem á heima í efstu deild og við stefnum klárlega á að spila í deild þeirra bestu að ári. Við gerum okkur aftur á móti grein fyrir að deildin verður erfið og fleiri lið sem stefna á toppsætin tvö."
„Það er gott að vera í Árbænum, vel að málum staðið. Ég hlakka til tímabilsins sem verður án efa stórskemmtilegt. Ég vona svo að fólk mæti á völlinn og styðji stelpurnar í baráttunni sem framundan er," segir Gunnar að lokum.
Fyrstu þrír leikir Fylkis:
2. maí, Fylkir - Afturelding (Würth völlurinn)
12. maí, KR - Fylkir (Meistaravellir)
17. maí, Fylkir - Grindavík (Würth völlurinn)
Athugasemdir