Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 15:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Antony orðaður við Betis en fer hvergi
Mynd: Getty Images
Það voru einhverjar slúðurfréttir á þá leið að brasilíski vængmaðurinn Antony gæti farið á láni frá Manchester United.

Hann var orðaður við Real Betis á Spáni en Fabtizio Romano segir að Antony fari ekki til Betis og tekur fram að Antony vilja vera áfram á Old Trafford.

Antony var keyptur til United frá Ajax á risaupphæð sumarið 2022 og er auðveldlega hægt að segja að kaupin hafi verið nokkuð misheppnuð; Antony hefur ekki komið með mikið að borðinu.

Antony er 24 ára örvfættur hægri kantmaður sem hefur skorað fimm mörk í 55 deildarleikjum með United. Hann var keyptur á ríflega 80 milljónir punda og á að baki sextán leiki fyrir brasilíska landsliðið.

Hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks gegn Brighton um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner