Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 14:26
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Kannski eru þetta mistök hjá okkur
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að félagið sé að taka áhættu með því að fylla ekki skarð Julian Alvarez. Hann segir þó að félagið sé með nóg af leikmönnum til að spila í sókninni.

Alvarez, sem fór til Atletico Madrid, var varaskeifa fyrir Erling Haaland en nú velta sparkspekingar því fyrir sér hver eigi að fylla hans skarð ef hann meiðist eða annað.

„Ég er ánægður með hópinn sem ég er með. Við bjuggumst ekki við því að Julian væri á förum þó við vissum að það væri möguleiki," segir Guardiola.

„Sjáum hvað við eigum, ef það koma mörg meiðsli gætu komið vandamál. Oscar Bobb kemur aftur eftir nokkra mánuði úr meiðslum og Phil Foden getur spilað þessa stöðu; James McAtee, Gundogan, Bernardo..."

„Þeir eru auðvitað öðruvísi leikmenn en Erling. Kannski eru það mistök að fylla ekki hans skarð, ég veit ekki. Ég þekki hópinn og hversu faglegir þeir eru. Við erum nokkuð vissir um að það sé betra að bíða aðeins."

Orri Steinn Óskarsson hjá FCK hefur verið orðaður við Manchester City en félagið er sagt horfa til hans sem kost í að vera varamaður fyrir Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner