Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 07:52
Elvar Geir Magnússon
Langsótt að Ísland komist upp um flokk
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA.
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur gerði jafntefli gegn Santa Coloma í gær en 5-0 sigur í fyrri leiknum gerir það að verkum að Íslandsmeistararnir verða í pottinum þegar leikjadráttur Sambandsdeildarinnar verður í dag.

Það hefði þó komið sér vel fyrir stigasöfnun íslenska boltans ef Víkingur hefði náð sigri í gær. Það hefði skilað mikilvægum stigum í baráttu um að komast upp um flokk.

„Eftir jafntefli Víkings í kvöld er orðið langsótt að Ísland komist fyrir ofan strik (topp 33) sem hefði stóraukið tækifæri íslenskra liða á árangri og tekjum í Evrópu," skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á samfélagsmiðlinum X.

„Tækifærin voru sannarlega til staðar í ár. Sem dæmi þá erum við með 2.375 stig í ár en fengum 3.833 í fyrra og andstæðingar íslensku liðanna í ár alls ekki sterkari en síðasta sumar. Jákvætt er að á næsta ári þá dettur lakasta ár Íslands úr matrixunni sem eykur líkurnar að ári."

Það gæti skipt miklu máli fyrir íslenska boltann að komast upp um flokk, þá myndi eitt af sætunum þremur sem við eigum í forkeppni Sambandsdeildarinnar breytast í forkeppni Evrópudeildarinnar.

„Í fljótu bragði þá sýnist mér fjárhagslegi ábatinn vera tæpar 600.000 evrur. Tvö félög fengju meiri líkur á árangri og þar af leiðandi enn meiri tekjum ásamt því að U19 meistari (2. flokkur) yrði í Evrópukeppni. Þannig að það er gríðarlega mikið í húfi," skrifar Sævar.


Athugasemdir
banner
banner
banner