Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lo Celso fer til Betis - Tottenham fær forkaupsrétt á leikmanni
Mynd: Getty Images
Real Betis er nálægt því að ganga frá því að Giovani Lo Celso snúi aftur frá Tottenahm.

Félögin hafa náð samkomulagi um að Lo Celso snúi aftur eftir fimm ár hjá Tottenham.

Tottenham fær forkaupsrétt á Johnny Cardoso frá Betis í skiptum. Lo Celso kostaði 55 milljónir punda á sínum tíma.

Lo Celso, sem er 28 ára, hefur leikið 108 leiki fyrir Spurs, skorað tíu mörk og lagt upp átta. Hann náði einhvern veginn ekki að standa undir væntingum.

Johnny Cardoso er 22 ára bandarískur landsliðsmaður sem gekk í raðir Betis í janúar frá Internactional í Brasilú.

Foreldrar hans eru brasilískir en hann er fæddur í New Jersey.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner