Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neto til Arsenal (Staðfest) - Arteta grínaðist við fréttamann
Neto er mættur til Arsenal.
Neto er mættur til Arsenal.
Mynd: EPA
Brasilíski markvörðurinn Neto er genginn í raðir Arsenal frá Bournemouth. Hann kemur til Lundúnafélagsins á láni út tímabilið.

Arsenal reyndi að fá Joan García frá Espanyol en það gekk ekki eftir. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í markvarðarmálin á fréttamannafundi í dag og grínaðist þá með það að hann vildi fá Gary Cotterill, fréttamann Sky Sports, í markið hjá sér.

En núna er Neto kominn og kemur hann til með að fylla það skarð sem Aaron Ramsdale skilur eftir sigur. Ramsdale gekk fyrr í dag í raðir Southampton.

Þessi 35 ára gamli markvörður hefur spilað 61 leik síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni síðan hann gekk til liðs við félagið frá Barcelona. Þá hefur hann spilað alla þrjá leiki liðsins til þessa í ár.

Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Bournemouth á láni frá Chelsea í gær og því mátti Neto fara.


Athugasemdir
banner
banner
banner