Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle virðist vera að kaupa Elanga
Mynd: Getty Images
Newcastle er að reyna aftur að kaupa Anthony Elanga frá Nottingham Forest. Það er talkSPORT sem greinir frá.

Viðræður eru komnar vel á veg og líklegt þykir að skiptin gangi í gegn. Forest vill fá 35 milljónir punda fyrir sænska landsliðsmanninn.

Newcastle reyndi að kaupa Elanga fyrr í þessum glugga en þurfti þá að hætta við út af PSR reglum úrvalsdeildarinnar. Þá fór Elliot Anderson til Forest og Odysseas Vlachodimos fór til Newcastle í skiptum.

Þegar Elanga verður keyptur frá Forest þá fær Manchester United prósentu af kaupverðinu.

Elanga var keyptur til Forest frá Man Utd fyrir rúmu ári síðan og Elanga átti gott tímabil í Nottingham. Hann er 22 ára og var keyptur á 15 milljónir punda síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner