Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real Madrid heldur áfram að lána Reinier í burtu (Staðfest)
Reinier fagnar hér marki með Frosinone á síðasta tímabili.
Reinier fagnar hér marki með Frosinone á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Real Madrid hefur lánað hinn brasilíska Reinier til Granada út tímabilið.

Hann er 22 ára og var orðaður við Norwich í ensku Championship deildinni fyrr í þessum mánuði. Hann mun hins vegar halda sig innan Spánar og innan La Liga.

Reinier Jesus Carvalho er sóknarsinnaður miðjumaður sem kom frá Flamengo á 25 milljónir punda frá Flamengo sumarið 2020.

Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Real. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Brasilíu.

Hann hefur verið á láni hjá Dortmund, Girona, Frosinone og nú Granada.
Athugasemdir
banner