Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag skýtur á Shearer - „Heimskuleg greining"
Rashford.
Rashford.
Mynd: Getty Images
Shearer er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Shearer er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer gagnrýndi Marcus Rashford í Match of the Day um síðustu helgi fyrir frammistöðu hans í byrjun tímabils.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er ekki ánægður með gagnrýni Shearer og kallaði hana „heimskulega".

Rashford, sem er 26 ára, fór af velli á 65. mínútu gegn Brighton um síðustu helgi og hefur ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum tímabolsins.

„Hann hefur spilað tvo leiki á tímabilinu og hefur ekki átt skot að marki. United skoraði 57 mörk á síðasta tímabili og það var það lægsta í efri hluta deildarinnar. Ruud van Nistelrooy var fenginn inn. Hann þarf að töfra eitthvað fram," sagði Shearer.

Ten Hag svaraði þessari gagnrýni á fréttamannafundi í dag. „Allir fá gagnrýni frá ykkur (fjölmiðlamönnum, það skiptir ekki máli hvað við erum að gera, ef við erum að vinna, eða ef við erum að tapa," sagði sá hollenski.

„Ef ég tek leikmann af velli, þá er niðurstaðan að ég sé ekki ánægður með hann. En ég var mjög ánægður með Rashy á undirbúningstímabiinu, gegn Fulham og líka gegn Brighton."

„Ég tók hann ekki af velli vegna þess að frammistaðan var ekki nógu góð. Ástæðan var sú að ég þurfti að gera breytingar því við erum með góða leikmenn á bekknum sem koma inn með nýja orku."

„Við munum rúlla á liðinu. Auðvitað getur ástæða fyrir skiptingu verið sú að leikmaður er ekki að spila vel, en það var klárlega ekki í þessu tilviki. Í þetta skiptið var þetta heimskuleg greining hjá sérfræðingnum,"
sagði Ten Hag.

Rashford skoraði eitt mark á undirbúningstímabilinu, mark úr vítaspyrnu gegn Real Betis. Á síðasta tímabili skoraði hann átta mörk í öllum keppnum.

Ten Hag lenti líka upp á kant við Shearer í lok síðasta tímabils þegar Man Utd lagði Man City í bikarúrslitunum. Shearer gagnrýndi United fyrir frammistöðuna á tímabilinu en Ten Hag fannst það ósanngjarnt út af öllum meiðslunum.

Næsti leikur United er heimaleikur gegn Liverpool sem hefst klukkan 15:00 á sunnudag.
Athugasemdir
banner