Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarnir ná samkomulagi við Ajax
Carlos Forbs í leik með Ajax.
Carlos Forbs í leik með Ajax.
Mynd: EPA
Wolves hefur komist að samkomulagi við Ajax um félagaskipti kantmannsins Carlos Forbs. Hann kemur til með að fylla í skarðið fyrir Pedro Neto sem fór til Chelsea.

Hann kemur til Úlfanna á láni út tímabilið og svo á enska úrvalsdeildarfélagið möguleika á að kaupa hann fyrir 11,3 milljónir punda.

Þessi tvítugi leikmaður er að ferðast til Englands frá Hollandi og mun gangast undir læknisskoðun á eftir.

Forbs leikur sem vinstri kantmaður að upplagi. Hann er unglingalandsliðsmaður hjá Portúgal og var lykilmaður í U19 landsliðinu áður en hann tók stökkið upp í U21.

Forbs kom að 9 mörkum í 34 leikjum með Ajax á síðustu leiktíð og yrði þriðji sóknarleikmaðurinn sem Úlfarnir fá til sín í sumar, eftir Rodrigo Gomes og Jörgen Strand Larsen.

Einnig er búist við því að brasilíski miðjumaðurinn André verði kynntur sem nýr leikmaður Wolves í dag en hann er að koma frá Fluminense.
Athugasemdir
banner
banner
banner