Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 17:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verður næst stærsta sala í sögu deildarinnar - Kaupverðið getur hækkað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson er að ganga í raðir Real Sociedad á Spáni og greiðir spænska félagið 20 milljónir evra fyrir íslenska framherjann. Bold.dk greinir þá frá því að verðmiðinn á Orra geti hækkað um þrjár milljónir evra út frá árangurstengdum greiðslum og FCK fær 20% af næstu sölu.

Salan á Orra fer því í 2. sætið á lista dönsku deildarinnar yfir upphæð sem hefur fengist fyrir leikmann í deildinni. Fyrr í dag var greint frá því að Orri yrði næstdýrasti íslenski leikmaður sögunnar.

Ernest Nuamah er sem stendur dýrastur í sögu Superliga en RWDM í Belgíu greiddi 25 milljónir evra fyrir að fá Ganverjann frá Nordsjælland í fyrra. Lyon keypti hann svo í sumar á 28,5 milljónir evra.

Sem stendur eru Ganverjar í efstu þremur sætum á lista en Orri fer upp fyrir Ibrahim Osman í 2. sætið. Brighton keypti Osman í sumar frá Nordsjææland á 19,5 milljónir evra og lánaði til Feyenoord.

Hákon Arnar Haraldsson er sem stendur í 5. sæti lista Transfermarkt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner