Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 31.júl 2023 12:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 20. sæti: „Verður hvað sem öðru líður ógleymanlegt ævintýri"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Við byrjum á nýliðum Luton Town, sem er spáð neðsta sæti deildarinnar.

Luton fagnar marki á síðustu leiktíð.
Luton fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Rob Edwards, stjóri Luton.
Rob Edwards, stjóri Luton.
Mynd/Getty Images
Þetta er í alvöru heimavöllur Luton.
Þetta er í alvöru heimavöllur Luton.
Mynd/Getty Images
Fyrirliðinn Tom Lockyer.
Fyrirliðinn Tom Lockyer.
Mynd/Getty Images
Carlton Morris fagnar einu af 20 mörkum sínum á síðasta tímabili.
Carlton Morris fagnar einu af 20 mörkum sínum á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Miðjumaðurinn Marvelous Nakamba var keyptur til Luton í sumar eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Miðjumaðurinn Marvelous Nakamba var keyptur til Luton í sumar eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Mynd/Getty Images
Tahith Chong var keyptur frá Birmingham.
Tahith Chong var keyptur frá Birmingham.
Mynd/Getty Images
Stefán Pálsson er mikill stuðningsmaður Luton.
Stefán Pálsson er mikill stuðningsmaður Luton.
Mynd/Úr einkasafni
Pelly Ruddock Mpanzu á möguleika á því að skrifa nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir sama liðið frá utandeildinni og upp í ensku úrvalsdeildinni.
Pelly Ruddock Mpanzu á möguleika á því að skrifa nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir sama liðið frá utandeildinni og upp í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/Getty Images
Hvað mun Luton gera í úrvalsdeildinni?
Hvað mun Luton gera í úrvalsdeildinni?
Mynd/Getty Images
Síðustu ár hafa verið ansi góð fyrir félagið.
Síðustu ár hafa verið ansi góð fyrir félagið.
Mynd/Getty Images
Um Luton Town: Það er 31 ár síðan Luton lék síðast í efstu deild á Englandi en núna er biðin á enda. Þetta hefur verið stormasamt hjá Luton en félagið gekk í gegnum mikla fjárhagsörðugleika og féll niður í utandeild um tíma. En Luton kom sér aftur upp í deildarkeppnina og undir stjórn hins strangtrúaða Nathan Jones þá fór Luton aftur upp í Championship-deildina fyrir fjórum árum síðan.

Síðustu árin þá hefur liðið frá flugvallarborginni þróast í það að vera einn erfiðasti andstæðingurinn í næst efstu deild. Liðið komst í umspilið 2022 og svo aftur á síðustu leiktíð. Luton tókst að vinna umspilið á síðasta tímabili eftir dramatískan úrslitaleik við Coventry sem endaði í vítaspyrnukeppni.

Þetta er félag sem hefur gengið í gegnum mikið en er núna komið í deild þeirra bestu. Stjörnur á borð við Erling Haaland, Kevin de Bruyne og Mohamed Salah munu leika listir sínar á Kenilworth Road, heimavelli Luton, sem er ansi sérstakur staður. Luton getur ekki spilað á vellinum í upphafi tímabils þar sem það er verið að gera hann tilbúinn fyrir ensku úrvalsdeildina. Völlurinn er sérstakur í ljósi þess að hann er mjög lítill og í miðju íbúðarhverfi. Luton vonast til að byggja nýjan leikvang á næstu árum og munu tekjurnar úr ensku úrvalsdeildinni hjálpa til við það.



Stjórinn: Rob Edwards var maðurinn sem stýrði Luton upp um deild. Edwards, sem er fertugur að aldri, var rekinn frá Watford snemma á síðasta tímabili og var svo ráðinn til Luton eftir að Nathan Jones tók við Southampton. Edwards gerði sér lítið fyrir og stýrði Luton upp um deild á meðan Watford sat eftir í Championship. Efnilegur þjálfari sem spilar með þriggja manna vörn og skipuleggur lið sitt vel. Luton er gott pressulið og sérstaklega á þéttum heimavelli sínum.

Leikmannaglugginn:
Það er ekki skrítið að starfsfólk Fótbolta.net spái Luton neðsta sæti deildarinnar í ljósi þess hvernig leikmannaglugginn hefur verið. Liðið hefur ekki bætt mikið við sig og það eru ekki margir leikmenn með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni í hópnum.

Komnir:
Ryan Giles frá Wolves - 5 milljónir punda
Marvelous Nakamba frá Aston Villa - 4 milljónir punda
Tahith Chong frá Birmingham - 4 milljónir punda
Mads Andersen frá Barnsley - 4 milljónir punda
Issa Kaboré frá Man City - á láni
Chiedozie Ogbene frá Rotherham - frítt

Farnir:
Fred Onyedinma til Rotherham - á láni
Harry Isted til Charlton - frítt
Henri Lansbury - samningur rann út
Sonny Bradley - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Liðsheildin er sterkasta vopn Luton en fyrirliðinn Tom Lockyer er líklega mesti lykilmaður liðsins. Lockyer er landsliðsmaður Wales en hann kom frá Charlton árið 2020 og hefur verið lykilmaður síðan þá. Lockyer þurfti að gangast undir aðgerð vegna hjartavandamáls í sumar eftir að hafa hnigið hniður í úrslitaleik umspilsins í maí. Carlton Morris skoraði 20 mörk í fyrra en það er spurning hvernig hann finnur sig í deild þeirra bestu og þá er miðjumaðurinn Marvelous Nakamba með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og það kemur til með að hjálpa liðinu eitthvað.

„And the rest is history"
Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er mikill stuðningsmaður Luton. Við báðum hann um að segja okkur meira frá liðinu sem verður fróðlegt að fylgjast með í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem framundan er.

Ég byrjaði að halda með Luton af því að... Ég var 8 ára og vantaði lið í enska boltanum. Lúton voru spennandi nýliðar í efstu deild árið 1983. And the rest is history...

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Það var auðvitað stórkostlegt að vera staddur á Wembley þegar við komumst upp í vor, en ætli allir Luton-menn nefni samt ekki sigurinn á Arsenal í úrslitum deildarbikarsins 1988.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég er nú laus við allt slíkt. En til þessa hefur maður getað reiknað með flestum þessara leikja klukkan 15 á laugardegi. Núna verður líklega breyting á því og við förum að spila á hinum og þessum tímum. Það verður líka viðbrigði að vera ekki alltaf með sama lýsandann, Simon Pitts, sem hefur séð um allar lýsingar Luton í áraraðir.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Algjörlega stórkostlegt og langt fram úr væntingum. Það var í sjálfu sér kraftaverk að jafn peningalítið félag færi í umspil annað árið í röð – það að komast upp og það þrátt fyrir að stjórinn væri keyptur upp á miðjum vetri var auðvitað með ólíkindum.

Hvern má ekki vanta í liðið? Fyrirliðinn Tom Lockyer bindur saman vörnina og er sá maður sem menn vilja síst missa í meiðsli eða leikbönn.

Hver er veikasti hlekkurinn? Markvarslan hefur verið veikur hlekkur og virðist ætla að vera það áfram.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Öskubuskuævintýrið er Pelly Ruddock Mpanzu sem gekk til liðs við okkur í utandeildinni og mun því ná að spila með okkur í fimm deildum! Það met verður varla slegið.

Við þurfum að kaupa... Það eru allir mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að halda sér á jörðinni. Eitthvað eyðslufyllerí kemur ekki til greina og að mestu verður reynt að treysta á mannskapinn sem kom okkur upp. Auðvitað væri hægt að styrkja hverja einustu stöðu á vellinum en það er bara ekki í boði.

Hvað finnst þér um stjórann? Rob Edwards gæti sannað sig sem einn af efnilegustu ungu stjórunum í Englandi. Hann er laus við æsing og alltaf með lappirnar á jörðinni. Kemur vel fyrir í viðtölum og virðist mjög fínn náungi.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Þetta verður hvað sem öðru líður ógleymanlegt ævintýri. Það verða nokkrir ljótir skellir en ég hef trú á að við komum mörgum á óvart.

Í hvaða sæti endar liðið? 16da eins og Gleðibankinn.

Luton hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst þegar liðið sækir Brighton heim.

Sjá einnig:
Enski boltinn - Stefán Páls fer yfir ævintýri Luton Town




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. ?
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner