Selfoss tapaði 1-2 á heimavelli gegn Val í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 2 Valur
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hann var eðlilega hundfúll í leikslok.
„Ég er bara hundfúll, góður leikur hjá okkur, vel settur upp og stelpurnar framkvæmdu hann mjög vel fyrir utan föst leikatriði. Það er hundfúlt að fá á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum og það skilur að."
Fyrri hálfleikurinn var mjög lokaður, mikil stöðubarátta. Hvað ræðir þú við þær í hálfleik?
„Við ætluðum bara að halda áfram þessu 'attitude-i' og fara dálítið vel í þær, vera tlibúnar í baráttuna. Það breytir miklu að fá mark á sig en við svöruðum því mjög fljótt en við þurfum að vera tilbúnar. Ég er bara hundfúll með helvítis föstu leikatriðin."
Selfoss er sex stigum á eftir Val eftir tapið í kvöld, hvernig líst þér á framhaldið?
„Bara vel, þetta eru allt hörku leikir, það er ekkert gefið í þessu hvort það séu liðin sem eru að koma upp eða íslandsmeistararnir, það fá allir leik, maður þarf alltaf að vera á tánum í hverjum einasta leik. Þannig að þetta er ótrúlega skemmtilegt, sennilega jafnasta deild sem ég hef tekið þátt í í Pepsi Max. Við verðum bara að vera tilbúnir en maður er grautfúll að hafa tapað þessum leik."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir