Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   þri 06. júlí 2021 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfreð: Grautfúll að hafa tapað þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss tapaði 1-2 á heimavelli gegn Val í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hann var eðlilega hundfúll í leikslok.

„Ég er bara hundfúll, góður leikur hjá okkur, vel settur upp og stelpurnar framkvæmdu hann mjög vel fyrir utan föst leikatriði. Það er hundfúlt að fá á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum og það skilur að."

Fyrri hálfleikurinn var mjög lokaður, mikil stöðubarátta. Hvað ræðir þú við þær í hálfleik?

„Við ætluðum bara að halda áfram þessu 'attitude-i' og fara dálítið vel í þær, vera tlibúnar í baráttuna. Það breytir miklu að fá mark á sig en við svöruðum því mjög fljótt en við þurfum að vera tilbúnar. Ég er bara hundfúll með helvítis föstu leikatriðin."

Selfoss er sex stigum á eftir Val eftir tapið í kvöld, hvernig líst þér á framhaldið?

„Bara vel, þetta eru allt hörku leikir, það er ekkert gefið í þessu hvort það séu liðin sem eru að koma upp eða íslandsmeistararnir, það fá allir leik, maður þarf alltaf að vera á tánum í hverjum einasta leik. Þannig að þetta er ótrúlega skemmtilegt, sennilega jafnasta deild sem ég hef tekið þátt í í Pepsi Max. Við verðum bara að vera tilbúnir en maður er grautfúll að hafa tapað þessum leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner