Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   þri 08. apríl 2025 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Bayern og Inter: Guerreiro á miðjunni og Dimarco bekkjaður
Federico Dimarco
Federico Dimarco
Mynd: EPA
Bayern fær Inter Milan í heimsókn í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Jonas Urbig er áfram í markinu hjá Bayern í fjarveru Manuel Neuer. Þá er Raphael Guerreiro stillt upp í holunni en hann hefur oft spilað í bakverði. Harry Kane er á sínum stað í fremstu víglínu.

Federico Dimarco er fastamaður í liði Inter en hann er á beekknum í kvöld. Hann spilaði aðeins tæpan klukkutíma gegn Parma í síðustu umferð. Marcus Thuram og Lautaro Martinez eru á sínum stað í fremstu víglínu.

Bayern Munich: Urbig, Stanisic, Kim, Dier, Laimer, Guerreiro, Kimmich, Sane, Musiala, Olise, Kane.
Varamenn: Peretz, Klanac, Boey, Gnabry, Goretska, Karl, Kusi-Asare, Muller, Vidovic, Palhinha, Jensen.

Inter Milan: Sommer, Bastoni, Acerbi, Pavard, Augusto, Dimarco, Mkhitaryan, Asllani, Calhanoglu, Darmian, Thuram, Martinez.
Varamenn: Di Gennaro, Martinez, Berenbruch, Bisseck, De Vrij, Dimarco, De Pieri, Zanchetta, Zalewski, Re Cecconi, Frattesi, Arnautovic.



Athugasemdir
banner
banner