mán 17.apr 2023 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 9. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Tindastóll muni enda í næst neðsta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Tindastóll er nýliði í deildinni og fer beint aftur niður í Lengjudeildina ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Þrátt fyrir að vera lítið bæjarfélag þá er Sauðárkrókur með stórt hjarta. Það sýnir sig í íþróttalífinu þar í bæ en núna er Tindastóll komið upp í Bestu deild kvenna í annað sinn í sögu félagsins. Liðið féll árið 2021 en sýndi mikinn karakter með því að komast beint aftur upp. Liðið er tilbúnara núna en það var síðast og reynslunni ríkari en stóra spurningin er hvort það muni duga í sumar.
Tindastóli er spáð níunda sæti deildarinnar.
Þjálfarinn - Halldór Jón Sigurðsson: Donni er mættur aftur á Sauðárkók og það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjarbúa. Mjög fær þjálfari sem veit hvað þarf að gera til að ná árangri í þessari deild. Gerði Þór/KA meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2017 en hann var að þjálfa í Svíþjóð áður en hann sneri aftur á Krókinn í fyrra. Var líka að þjálfa karlaliðið í fyrra en mun aðeins stýra kvennaliðinu í sumar.
Donni.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá Tindastóli en hann þjálfaði liðið sumarið 2021.
Óskar Smári Haraldsson.
Styrkleikar: Tindastóll er komið aftur upp í deild þeirra bestu, þar sem þær eiga heima að mínu mati. Styrkleikar liðsins undanfarin ár hafa verið agaður varnarleikur, liðsheild og samheldni, ásamt því að vera framúrskarandi í föstum leikatriðum. Leikmannahópurinn hefur verið saman í mörg ár og þekkjast leikmenn vel. Þjálfari liðsins er einnig mikill styrkleiki. Ég var leikmaður undir stjórn Donna í nokkur ár en hann er metnaðarfullur, brennur fyrir að þjálfa og fær leikmenn með sér í lið. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Tindastól að vera með jafn reyndan og öflugan þjálfara. Að fara á Sauðarkrók og sækja þrjú stig er sýnd veiði en ekki gefin og eins og glöggir íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir í körfunni þá býr mikil samheldni í samfélaginu á Skagafirði. Tindastóll þarf að virkja bæjarfélagið að koma og styðja við liðið sitt í sumar og vera hinn svokallaði tólfti maður á vellinum.
Veikleikar: Síðast þegar Tindastóll var í efstu deild var sóknarleikurinn hausverkur. Það voru skoruð fá mörk í opnum leik. Liðið hefur orðið betra að halda í boltann undanfarið ár, en ná þær að stýra leikjum með boltann? Breiddin er ekki mikil og hefur Tindastóll ekki verið að gera mikið á markaðnum. Það má lítið út af bregða hjá liðinu hvað varðar meiðsli og bönn, því eins og áður kom fram er breiddinn mjög lítil. Þær hafa bætt við sig í þær stöður sem leikmenn hafa dottið út - Amber Michel er horfin á braut og Kristrún María meiðist illa í vetur. Tindastóls stúlkur hafa bætt í þar með tveimur erlendum leikmönnum í Moniku Wilhelm og Gwen Mummert.
Amber Michel verður ekki í markinu hjá Stólunum í sumar þar sem hún er hætt í fótbolta.
Spurningarnar: Hvernig mun Monica koma inn í liðið og nær hún að fylla í skarðið sem Amber skilur eftir sig? Það mun mikið mæða á Murielle eins og síðustu ár - mun hún haldast heil og hversu mörg mörk getur hún skorað í efstu deild? Munum við sjá Tindastól fara á markaðinn og sækja sér leikmann fyrir lok félagaskiptagluggans?
Þrír lykilmenn: Murielle Tiernan er algjör lykilmaður en það voru margir spenntir að sjá hana í efstu deild fyrir tveimur árum. Hún var mikið meidd það tímabil og náði aldrei því flugi sem fólk átti von á. Murr, eins og hún er kölluð, er á sínum degi einn allra besti framherji deildarinnar og þarf hún að haldast heil. Hún hefur verið máttarstólpi liðsins undanfarin ár og mun mikið á henni mæða í sumar.
Hanna Cade er að fara inn í þriðja tímabilið sitt á Íslandi. Hún byrjaði í 2. deild með Fram fyrir tviemur árum en fór svo í Tindastól í fyrra og var frábær í Lengjudeildinni. Verður betri með árunum sem hún er hér á landi og verður lykilmaður inn á miðjunni hjá Tindastóli í sumar. Bryndís Rut Haraldsdóttir er fyrirliði liðsins. Klettur í vörninni sem bindur saman liðið. Er gríðarlega mikill leiðtogi innan sem utan vallar.
Hversu mikið mun Murielle skora í sumar?
Leikmaður sem á að fylgjast með: Hægri bakvörðurinn María Dögg Jóhannesdóttir er leikmaður sem vert er að fylgjast með. Hún byrjaði ferilinn sinn sem framherji, fór niður á miðjuna og er komin núna í hægri bakvörðinn. Hún er með mikla fótboltagreind, skilur leikinn vel og er mikill leiðtogi. Tekur virkan þátt í sóknarleiknum og er góður uppspilspunktur. Oftast er það þannig með Maríu að hún spilar sem allra best þegar hún er að mæta stóru nafni í hinu liðinu. Hún er framtíðarfyrirliði liðsins þegar gamla brýnið í vörninni leggur skóna á hilluna.
María Dögg Jóhannesdóttir.
Völlurinn: Tindastóll spilar leiki sína á gervigrasi á Sauðárkróki. Þarna kemur til með að myndast mikil stemning í sumar. Tindastóll á besta stuðningsfólkið í körfunni og það kæmi ekki á óvart ef það verður þannig líka í fótboltanum í sumar.
Frá svæðinu.
Komnar
Laufey Harpa Halldórsdóttir á láni frá Breiðabliki
Gwendolyn Mummert frá Bandaríkjunum
Lara Margrét Jónsdóttir frá ÍR
Monica Wilhelm frá Bandaríkjunum
Farnar
Amber Michel hætt
Arna Kristinsdóttir (var á láni)
Laufey er komin heim.
Dómur Óskars fyrir gluggann: Tindastóll hefur fengið inn leikmenn í þau skörð sem þurfti að fylla. Monica og Gwen komnar inn fyrir Amber og Kristrúnu. Tindastóll fær Laufeyju Hörpu heim og er það mikill liðsstyrkur og pumpar þessa einkunn vel upp. Einnig er Rakel Sjöfn mætt aftur og er það góð viðbót. Það virðist oft vera styttra að keyra frá Sauðarkrók og í bæinn heldur en að fara úr bænum og á Sauðarkrók og veit ég að það er erfitt að fá liðsstyrkingu með Íslendingum norður. Ég tel að liðið þurfi að fá einn sterkann leikmann til viðbótar svo þessi félagaskiptagluggi teljist hafa heppnast vel. Gef þeim sjö fyrir tvo sterka Íslendinga og svo lofa Gwen og Monica góðu - 7.
Líklegt byrjunarlið
Leikmannalisti:
1. Monica Wilhelm
2. Sofie Dall Henriksen
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir
12. Margrét Rún Stefánsdóttir
13. Melissa Garcia
14. Lara Margrét Jónsdóttir
15. Anna Margrét Hörpudóttir
16. Eyvör Pálsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
19. Hulda Þórey Halldórsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
22. Sara Líf Elvarsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
24. Katla Guðný Magnúsdóttir
25. Murielle Tiernan
26. Birgitta Rún Finnbogadóttir
27. Gwen Mummert
28. Elísa Bríet Björnsdóttir
29. Elísabet Guðmundsdóttir
30. Ásdís Aþena Magnúsdóttir
Fyrstu fimm leikir Tindastóls:
25. apríl, Tindastóll - Keflavík (Sauðárkróksvöllur)
2. maí, Tindastóll - Breiðablik (Sauðárkróksvöllur)
9. maí, Tindastóll - FH (Sauðárkróksvöllur)
15. maí, Selfoss - Tindastóll (JÁVERK-völlurinn)
23. maí, Tindastóll - Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
8. sæti - Hér myndu flestir líklegast segja að tíunda sætið væri rétta svarið. Ég ætla að leyfa mér að hafa trú á því að Tindastólsliðið muni ekki vera í fallsæti eftir síðasta flautið í lokaleik liðsins í sumar. Undirritaður er að sjálfsögðu litaður og er stuðningsmaður liðsins, en trú mín á leikmönnum liðsins, starfsteyminu og fólkinu í félaginu er mikil og leyfi mér því að setja að liðið muni í versta falli enda í áttunda sæti.
5. sæti - Rétt eins og FH, þá getur Tindastóll verið um miðja deild ef allt gengur að óskum. Sterkur heimavöllur og stemning fyrir norðan gerir það að verkum að það er ekkert lið að fara þangað og taka auðveld þrjú stig. Það er stemning í Skagafirði og hef ég fulla trú á að liðið geti endað um miðja deild.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig
Um liðið: Þrátt fyrir að vera lítið bæjarfélag þá er Sauðárkrókur með stórt hjarta. Það sýnir sig í íþróttalífinu þar í bæ en núna er Tindastóll komið upp í Bestu deild kvenna í annað sinn í sögu félagsins. Liðið féll árið 2021 en sýndi mikinn karakter með því að komast beint aftur upp. Liðið er tilbúnara núna en það var síðast og reynslunni ríkari en stóra spurningin er hvort það muni duga í sumar.
Tindastóli er spáð níunda sæti deildarinnar.
Þjálfarinn - Halldór Jón Sigurðsson: Donni er mættur aftur á Sauðárkók og það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjarbúa. Mjög fær þjálfari sem veit hvað þarf að gera til að ná árangri í þessari deild. Gerði Þór/KA meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2017 en hann var að þjálfa í Svíþjóð áður en hann sneri aftur á Krókinn í fyrra. Var líka að þjálfa karlaliðið í fyrra en mun aðeins stýra kvennaliðinu í sumar.
Donni.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá Tindastóli en hann þjálfaði liðið sumarið 2021.
Óskar Smári Haraldsson.
Styrkleikar: Tindastóll er komið aftur upp í deild þeirra bestu, þar sem þær eiga heima að mínu mati. Styrkleikar liðsins undanfarin ár hafa verið agaður varnarleikur, liðsheild og samheldni, ásamt því að vera framúrskarandi í föstum leikatriðum. Leikmannahópurinn hefur verið saman í mörg ár og þekkjast leikmenn vel. Þjálfari liðsins er einnig mikill styrkleiki. Ég var leikmaður undir stjórn Donna í nokkur ár en hann er metnaðarfullur, brennur fyrir að þjálfa og fær leikmenn með sér í lið. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Tindastól að vera með jafn reyndan og öflugan þjálfara. Að fara á Sauðarkrók og sækja þrjú stig er sýnd veiði en ekki gefin og eins og glöggir íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir í körfunni þá býr mikil samheldni í samfélaginu á Skagafirði. Tindastóll þarf að virkja bæjarfélagið að koma og styðja við liðið sitt í sumar og vera hinn svokallaði tólfti maður á vellinum.
„Leikmannahópurinn hefur verið saman í mörg ár og þekkjast leikmenn vel."
Veikleikar: Síðast þegar Tindastóll var í efstu deild var sóknarleikurinn hausverkur. Það voru skoruð fá mörk í opnum leik. Liðið hefur orðið betra að halda í boltann undanfarið ár, en ná þær að stýra leikjum með boltann? Breiddin er ekki mikil og hefur Tindastóll ekki verið að gera mikið á markaðnum. Það má lítið út af bregða hjá liðinu hvað varðar meiðsli og bönn, því eins og áður kom fram er breiddinn mjög lítil. Þær hafa bætt við sig í þær stöður sem leikmenn hafa dottið út - Amber Michel er horfin á braut og Kristrún María meiðist illa í vetur. Tindastóls stúlkur hafa bætt í þar með tveimur erlendum leikmönnum í Moniku Wilhelm og Gwen Mummert.
Amber Michel verður ekki í markinu hjá Stólunum í sumar þar sem hún er hætt í fótbolta.
Spurningarnar: Hvernig mun Monica koma inn í liðið og nær hún að fylla í skarðið sem Amber skilur eftir sig? Það mun mikið mæða á Murielle eins og síðustu ár - mun hún haldast heil og hversu mörg mörk getur hún skorað í efstu deild? Munum við sjá Tindastól fara á markaðinn og sækja sér leikmann fyrir lok félagaskiptagluggans?
Þrír lykilmenn: Murielle Tiernan er algjör lykilmaður en það voru margir spenntir að sjá hana í efstu deild fyrir tveimur árum. Hún var mikið meidd það tímabil og náði aldrei því flugi sem fólk átti von á. Murr, eins og hún er kölluð, er á sínum degi einn allra besti framherji deildarinnar og þarf hún að haldast heil. Hún hefur verið máttarstólpi liðsins undanfarin ár og mun mikið á henni mæða í sumar.
„Er á sínum degi einn allra besti framherji deildarinnar."
Hanna Cade er að fara inn í þriðja tímabilið sitt á Íslandi. Hún byrjaði í 2. deild með Fram fyrir tviemur árum en fór svo í Tindastól í fyrra og var frábær í Lengjudeildinni. Verður betri með árunum sem hún er hér á landi og verður lykilmaður inn á miðjunni hjá Tindastóli í sumar. Bryndís Rut Haraldsdóttir er fyrirliði liðsins. Klettur í vörninni sem bindur saman liðið. Er gríðarlega mikill leiðtogi innan sem utan vallar.
Hversu mikið mun Murielle skora í sumar?
Leikmaður sem á að fylgjast með: Hægri bakvörðurinn María Dögg Jóhannesdóttir er leikmaður sem vert er að fylgjast með. Hún byrjaði ferilinn sinn sem framherji, fór niður á miðjuna og er komin núna í hægri bakvörðinn. Hún er með mikla fótboltagreind, skilur leikinn vel og er mikill leiðtogi. Tekur virkan þátt í sóknarleiknum og er góður uppspilspunktur. Oftast er það þannig með Maríu að hún spilar sem allra best þegar hún er að mæta stóru nafni í hinu liðinu. Hún er framtíðarfyrirliði liðsins þegar gamla brýnið í vörninni leggur skóna á hilluna.
María Dögg Jóhannesdóttir.
Völlurinn: Tindastóll spilar leiki sína á gervigrasi á Sauðárkróki. Þarna kemur til með að myndast mikil stemning í sumar. Tindastóll á besta stuðningsfólkið í körfunni og það kæmi ekki á óvart ef það verður þannig líka í fótboltanum í sumar.
Frá svæðinu.
Komnar
Laufey Harpa Halldórsdóttir á láni frá Breiðabliki
Gwendolyn Mummert frá Bandaríkjunum
Lara Margrét Jónsdóttir frá ÍR
Monica Wilhelm frá Bandaríkjunum
Farnar
Amber Michel hætt
Arna Kristinsdóttir (var á láni)
Laufey er komin heim.
Dómur Óskars fyrir gluggann: Tindastóll hefur fengið inn leikmenn í þau skörð sem þurfti að fylla. Monica og Gwen komnar inn fyrir Amber og Kristrúnu. Tindastóll fær Laufeyju Hörpu heim og er það mikill liðsstyrkur og pumpar þessa einkunn vel upp. Einnig er Rakel Sjöfn mætt aftur og er það góð viðbót. Það virðist oft vera styttra að keyra frá Sauðarkrók og í bæinn heldur en að fara úr bænum og á Sauðarkrók og veit ég að það er erfitt að fá liðsstyrkingu með Íslendingum norður. Ég tel að liðið þurfi að fá einn sterkann leikmann til viðbótar svo þessi félagaskiptagluggi teljist hafa heppnast vel. Gef þeim sjö fyrir tvo sterka Íslendinga og svo lofa Gwen og Monica góðu - 7.
Líklegt byrjunarlið
Leikmannalisti:
1. Monica Wilhelm
2. Sofie Dall Henriksen
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Sólveig Birta Eiðsdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir
12. Margrét Rún Stefánsdóttir
13. Melissa Garcia
14. Lara Margrét Jónsdóttir
15. Anna Margrét Hörpudóttir
16. Eyvör Pálsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
19. Hulda Þórey Halldórsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
22. Sara Líf Elvarsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
24. Katla Guðný Magnúsdóttir
25. Murielle Tiernan
26. Birgitta Rún Finnbogadóttir
27. Gwen Mummert
28. Elísa Bríet Björnsdóttir
29. Elísabet Guðmundsdóttir
30. Ásdís Aþena Magnúsdóttir
Fyrstu fimm leikir Tindastóls:
25. apríl, Tindastóll - Keflavík (Sauðárkróksvöllur)
2. maí, Tindastóll - Breiðablik (Sauðárkróksvöllur)
9. maí, Tindastóll - FH (Sauðárkróksvöllur)
15. maí, Selfoss - Tindastóll (JÁVERK-völlurinn)
23. maí, Tindastóll - Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)
Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
8. sæti - Hér myndu flestir líklegast segja að tíunda sætið væri rétta svarið. Ég ætla að leyfa mér að hafa trú á því að Tindastólsliðið muni ekki vera í fallsæti eftir síðasta flautið í lokaleik liðsins í sumar. Undirritaður er að sjálfsögðu litaður og er stuðningsmaður liðsins, en trú mín á leikmönnum liðsins, starfsteyminu og fólkinu í félaginu er mikil og leyfi mér því að setja að liðið muni í versta falli enda í áttunda sæti.
5. sæti - Rétt eins og FH, þá getur Tindastóll verið um miðja deild ef allt gengur að óskum. Sterkur heimavöllur og stemning fyrir norðan gerir það að verkum að það er ekkert lið að fara þangað og taka auðveld þrjú stig. Það er stemning í Skagafirði og hef ég fulla trú á að liðið geti endað um miðja deild.
Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.