Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
föstudagur 22. nóvember
Championship
Plymouth - Watford - 20:00
Division 1 - Women
Fleury W - Paris W - 20:00
Bundesligan
Bayern - Augsburg - 19:30
Úrvalsdeildin
Rubin - Akron - 16:00
La Liga
Getafe - Valladolid - 20:00
sun 16.apr 2023 10:00 Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 10. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að FH muni enda í neðsta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. FH er nýliði í deildinni og fer beint aftur niður í Lengjudeildina ef spáin rætist.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. FH, 18 stig

Um liðið: FH féll úr efstu deild sumarið 2020 og hefur síðan þá markvisst verið að vinna að því að komast aftur upp. Liðið var mjög nálægt því fyrir tveimur árum og í fyrra small allt saman. FH-liðið fór taplaust í gegnum tímabilið og fór með sigur af hólmi í Lengjudeildinni; liðið vann tólf af 18 deildarleikjum sínum og gerði jafntefli í hinum sex. Núna er komið að nýrri og stærri áskorun hjá Fimleikafélaginu sem ætlar að festa sig í sessi í efstu deild.


FH er spáð neðsta sæti Bestu deildarinnar.

Þjálfararnir - Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir: Bræðurnir stýra skútunni í sameiningu. Þeir vinna afskaplega vel saman og hefur það sést á árangri liðsins á undanförnum árum. Guðni tók við sem aðalþjálfari FH árið 2018 og er með mikla reynslu í starfinu. Hlynur kom svo inn í teymið tímabilið 2020. Þeir eru báðir með mikið FH-hjarta og brenna fyrir félagið.


Þjálfararnir, bræðurnir.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá nýliðum FH.


Óskar Smári Haraldsson.

Styrkleikar: FH-liðið er öðruvísi en öll önnur lið í þessari deild. Guðni og Hlynur eru í vegferð með liðið að spila blússandi pressubolta og sækja á mjög mörgum leikmönnum. Það er alltaf fagnaðarefni að sjá lið gera hlutina öðruvísi og er það að mínu mati styrkleiki þeirra að vera pínu ófyrirsjáanlegar. Spurningin er hvort þær haldi í þau gildi að setja línuna jafn hátt í sumar eins og þær gerðu í Lengjudeildinni í fyrra. Þær halda í öflugustu erlendu leikmennina sem fóru með liðinu upp og hafa að mínu mati gert mjög vel á markaðnum. Ég tel þær hins vegar ekki hættar þar. Sóknarleikur FH var styrkleiki hjá þeim í fyrra og ég tel að það verði áfram þannig í Hafnarfirðinum. Það er ágætis breidd framávið hjá þjálfurunum og hafa þeir úr skemmtilegum kostum að velja.

„Það er alltaf fagnaðarefni að sjá lið gera hlutina öðruvísi."

Veikleikar: Það er veikleikamerki á liðinu í öftustu línu, þær hafa spilað mörgum leikmönnum úr stöðu á undirbúningstímabilinu að sökum hafsentaleysis. Fyrir mér verða þær að sækja sér sterkan hafsent fyrir tímabilið. Einnig hafa leikmenn horfið á braut sem voru stórir karakterar í liðinu. Telma Hjaltalín og Maggý Lárentínusdóttir verða ekki með liðinu í sumar þar sem þær eru barnshafandi. Erna Guðrún og Selma Dögg hurfu á braut og fóru yfir í Víking og svo síðast en ekki síst er Sísí Lára hætt í fótbolta. Þarna fara út fimm stórir og sterkir karakterar úr FH-liðinu. Sunneva hefur verið fyrirliði í Lengjubikarnum og mun mæða mikið á henni andlega inn á vellinum en hverjar aðrar taka við keflinu af þessum karakterum og stýra innan vallar?


Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir.

Spurningarnar: Hvernig koma þær inn í mótið? Verður mikil breyting á leikstílnum? Varnarleikur liðsins? Stórir karakterar horfnir á braut og hverjar taka við keflinu af þeim?

Þrír lykilmenn: Mackenzie George er ekki bara öflug á TikTok. Fleiri félög úr Bestu deildinni höfðu áhuga á Mackenzie sem valdi að fara í Hafnarfjörðinn. Hún verður lykilmaður sóknarlega og að mínu mati gríðarlega sterkt að FH sæki jafn öflugan framherja.

„Er ekki bara öflug á TikTok."

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir hefur verið fyrirliði FH á undirbúningstímabilinu. Hún var frábær í Lengjudeildinni með FH í fyrra og að mínu mati er hún leikmaður sem flýgur undir radarinn. Hún tekur öll föst leikatriði fyrir og er algjör lykilmaður. Það mun þá mikið mæða á Aldísi Guðlaugsdóttur í markinu hjá FH í sumar. Efnilegur markmaður sem fær stórt svið í sumar.


FH samdi við bandaríska framherjann Mackenzie George.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Þrátt fyrir að vera einungis á 18. aldursári á Elísa Lana Sigurjónsdóttir 66 leiki í meistaraflokki með FH. Hún var inn og út úr liðinu í fyrrasumar. Hefur verið mjög gaman að fylgjast með henni í vetur þar sem hún hefur verið að spila feikilega vel og er stútfull af sjálfstrausti. Hún er fljót, með góða boltatækni og á eftir að hrella varnarmenn deildarinnar í sumar. Hennar þak er mjög hátt og gæti hún sprungið út í sumar.


Elísa Lana Sigurjónsdóttir.

Völlurinn: Einn af fimm grasvöllum í deildinni. Alltaf upplifun að koma í Krikann og hann þarf að vera vígi í sumar ef liðið ætlar að ná sínum markmiðum. Spurning hvort grasið verði í lagi í fyrsta leik, vonum það!


Frá Kaplakrikavelli.

Komnar
Aldís Guðlaugsdóttir frá Val
Berglind Þrastardóttir frá Haukum
Birna Kristín Björnsdóttir á láni frá Breiðabliki
Erla Sól Vigfúsdóttir frá Haukum
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir frá Stjörnunni
Mackenzie George frá Bandaríkjunum
Sara Montoro frá Fjölni

Farnar
Erna Guðrún Steinsen Magnúsdóttir í Víking
Eydís Arna Hallgrímsdóttir í Fram á láni
Katrín Ásta Eyþórsdóttir í Fram á láni
Kristin Schnurr
Selma Dögg Björgvinsdóttir í Víking
Sigríður Lára Garðarsdóttir hætt

Dómur Óskars fyrir gluggann: Erfitt að meta þessa spurningu þar sem Telma og Maggý verða fjarverandi og Sísí hætt. Telur maður það á markaðnum? Ekki samkvæmt minni bók. FH hefur gert vel í að sækja öflugar íslenskar stelpur, en allar ungar og kannski óskrifað blað í deildinni fyrir utan Hildigunni og Aldísi. Kom inn á að það vantar hafsent en ef þær sækja öflugan leikmann þar þá hækkum við þessa tölu - 7


Sigríður Lára Garðarsdóttir.

Líklegt byrjunarlið


Leikmannalisti:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
12. Þórdís Ösp Melsted (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
4. Halla Helgadóttir
6. Hildur María Jónasdóttir
7. Berglind Þrastardóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
10. Shaina Faiena Ashouri
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Mackenzie George
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
18. Sara Montoro
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Elín Björg Símonardóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir
33. Colleen Kennedy
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir
37. Jónína Linnett
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Fyrstu fimm leikir FH:
26. apríl, Þróttur R. - FH (AVIS Völlurinn)
2. maí, FH - Valur (Kaplakrikavöllur)
9. maí, Tindastóll - FH (Sauðárkróksvöllur)
16. maí, FH - Keflavík (Kaplakrikavöllur)
23. maí, Breiðablik - FH (Kópavogsvöllur)



Í besta falli og versta falli að mati Óskars:
10. sæti - FH er spáð tíunda sæti af spámönnum Fótbolta.net og getur það verið sætið sem FH endar í. Þær eru nýliðar í deildinni og hafa misst út marga góða leikmenn, en einnig sótt öfluga leikmenn líka.

5. sæti - Ef allt gengur upp þá getur FH verið spútniklið deildarinnar í ár að mínu mati. Þær eru með leikstíl sem erfitt er að eiga við, það er alltaf stemming að fara upp eftir gott gengi ári áður og verður FH að fá fólkið í Hafnarfirði á bak við liðið sitt svo vel gangi. Ég er frekar bjartsýnn fyrir hönd FH, þetta er búið að vera erfiður vetur og mikið púsluspil fyrir Guðna og Hlyn en ef allt smellur þá verður FH það lið sem mun koma mest á óvart í sumar.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir